Nú er svo komið að mig vantar smávegis ráðleggingar frá ykkur, og ég er ekki í vafa um að einhver þarna úti gæti hjálpað mér.
Dóttir mín sem er 3 ára síðan í apríl sýnir stöfum og lestri mikinn áhuga, í 6 mánuði hefur hún verið að spyrja mig hvað allir stafnirir heita, það eru hreinlega vandræði að fá að lesa moggann í friði á heimilinu.
Hún er farin að þekkja ýmsa stafi, en mig langar að virkja þennan áhuga hjá henni og jafnvel kenna henni að skrifa þá eða lesa upp að einhverju leiti.
Ég veit að hún er rosalega ung í þetta, en ég er ekki að ætlast til þess að hún verði fluglæs fyrir 5 ára aldur eða neitt slíkt, en hún hefur áhugann fyrir að læra þetta, og ég vil endilega virkja þetta svolítið hjá henni.
En hvernig fer ég að þessu? Er það vitlaust að láta hana leira stafina, og jafnvel gera einhver létt verkefni í kringum hvern staf?
Ég tek það fram að ég mun ekki neyða hana til að læra eitt eða neitt, þannig að ekki hafa áhyggjur af því að ég muni pressa hana í þessu, hún ræður ferðinni alfarið, eða þangað til hún fer í skóla :)
Með fyrirfram þökk og von um einhver “comment”
Zallý.
———————————————–