Ég vil byrja á að taka það fram að ég hef ekki reynslu af eigin börnum þar sem mín er bara 2 mánaða, en ég hef mikla reynslu af annara manna börnum þar sem ég hef unnið á leikskóla í rúm 4 ár og á mikið af littlum frænkum og frændum.
Ég er eiginlega alveg sammála Gromit, nema að sum börn eru frek þó að þau fái nóga ást og umhyggju, þetta eru hreinlega þeirra persónueinkenni, alveg eins og sumir eru rólegir en aðrir fjörkálfar. Það sem mestu máli skiptir er að láta börnin ekki komast upp með frekjuna því að þá ganga þau á lagið og verða enn frekari. Ég vil samt ekki grípa í handleggin á barninu og hrista það til, mér finnst mjög óþæginlegt þegar það er gert við mig. Barnið verður þá hrætt og ég vil ekki að barnið hlíði mér af því að það er hrætt. Mér finnst virka best að beygja mig niður til barnsins (vera í sömu hæð og það) og tala það til. Oft vill barnið ekki hlusta og lítur undan, en ég held þá bara í það og bíð eftir að það líti á mig, segi því að ég vilji að það horfi á mig á meðan ég tala. Þetta finnst mér virka best. Barnið lærir að það kemst ekki upp með allt, en er jafnframt enn þá vinur minn og það treystir mér. það finnst mér vera fyrir öllu.