En mig langar að vita hvað það eru margir sem hugsa um öryggi barna sinna í barnavögnum og í matarstólunum, og hvort að allir geri sér grein fyrir hættunni sem getur skapast ef að barn er óbundið í vagni eða stól.
Ég hef heyrt sögu, eða frásögn, veit ekki hvort að þetta sé þessi tibbikal “flökkusaga” en ég gæti vel trúað því að hún sé sönn.
Hún er á þann veg að móðir hér í Reykjavík bjó með barnið sitt sem var ungt, sennilega innan við eins árs gamalt.
Þau bjuggu víst í blokk, ofarlega, og hún lét barnið sitt sofa í vagni úti á svölum, og lét vagnin upp við handriðið.
Barnið á að sögn hafa vaknað án þess að láta vita af sér, og skreið upp úr vagninum og datt uppfyrir handriðið og niður í garðinn fyrir neðan. Sagan segir það að barnið hafi nú lifað þetta af, sem betur fer.
En hvort sem að þetta er satt eða ekki, (ég gæti vel trúað þessu) að þá sér hver maður að það er nauðsynlegt að setja börnin sín í beisli áður en maður skilur þau eftir í vagni úti, þau eru svo snögg að skríða af stað, og þau eru svo forvitin og miklir óvitar að þau fara sér mjög oft að voða. Og slysin gera engin boð á undan sér.
Eins er þetta með matarstólana, ég hef margoft heyrt um það að börn hafi dottið úr matarstólunum sínum, og jafnvel slasað sig töluvert við fallið, þar sem að það eru oft flísar á eldhúsgólfum, eða þá að þau lenda á skáp eða hreinlega bara lenda illa, þetta er mikið fall fyrir lítinn búk.
Sumir hafa sagt að þau vilji ekki hafa börnin í beisli við matarborðið útaf hræðslu við að ef að það standi í þeim að þá nái þau ekki að losa þau nógu fljótt til að koma þeim til aðstoðar.
Núorðið er þetta held ég vandamál sem tilheyrir fortíðinni, í dag eru beslin með smellu aftan á þannig að það er eitt handtak að losa þau, og tekur ekki nema 2-3 sek að losa þau alveg úr beislinu.
Einnig eru þau úr mjúku og góðu efni þannig að það er ekki óþægilegt að sofa með þau á sér í vagni.
Endilega segir mér frá ykkar reynslu í sambandi við þetta, hafa ykkar börn dottið úr vagni eða matarstól og meitt sig ?
Eða vitið þið um eitthvað barn sem hefur verið hætt komið útaf köfnun því að það var bundið fast í stól ?
Kær kveðja til ykkar allra ..
Zallý
———————————————–