Mannvonska
Afhverju er svona mikil mannvonska til? Hvaðan kemur hún eiginlega? Mér finnst alveg ofboðslega mikil illska í ungu fólki í dag, hversvegna skil ég bara ekki. Ég fór til dæmis í hádeginu í dag að gefa fuglunum á tjörninni í Reykjavík. Ég geri þetta oft, fer þá með brauðafgangana og gef þeim, því mér finnst synd að henda því sem aðrir geta borðað(eins og t.d. fuglarnir). Ok. ég var þarna að gefa þeim, gæsirnar, endurnar og meira að segja svanirnir voru komnir alveg í kringum mig og ég gat matað þá, sem er alveg rosalega skemmtilegt(að geta öðlast traust þeirra svona). Þá kemur þarna ungur strákur(sennilega svona 13, 14 ára, hefði þó getað verið yngri miðað við andlegan vanþroska). Ég skil þetta ekki, en drengurinn sér að ég er að gefa þeim en samt stekkur hann ínní fuglahópinn og fælir fuglana í burtu. Reynir síðan að sparka í þá sem ekki flúðu útí tjörnina og lemja þá með gosflösku! Hvað er eiginlega að svona einstaklingum? Er illskan svona rosalega mikil? Hvernig er hægt að finna vellíðan í því að vera illur við aðra, hvort sem það eru menn eða dýr? Hvaðan kemur svona illska? Á hún rætur að rekja til foreldranna sem hafa aldið börnin sín svona illa upp? Eða kanski ekki alið þau upp? Afhverju er ekki hægt að láta menn og dýr vera í friði?