'Eg var að hlusta á hádegisfréttirnar á Bylgjunni áðan og þar var verið að segja frá 2 strákum í Hagaskóla sem réðust á starfsmenn sinfoníuhljómsveitarinnar!!!! 'Eg spyr bara hvað er að gerast,það var sagt frá því að þeir hefðu eyðilagt bifreið mannanna(hún var dregin í burt óökufær),brotið rúður í Háskólabíói og unnið fleiri skemmdarverk þar innandyra,kastað snjóboltum og steinum bæði að mönnunum og lögreglunni og slegið til mannanna!!! Hverskonar samfélag er þetta sem við búum í þar sem börn á grunnskólaaldri eru farin að fremja svona verknaði? er þetta kanski e-h skilaboð sem börn fá um það að það sé í rauninni engin ástæða til að sýna eldra fólki virðingu og bera virðingu fyrir eignum annarra.
Kveðja