Komiði sæl,Mér datt í hug að deila reynslu sem kom fyrir mig á fimmtudagskvöldið 12. um hálftíu rétt hjá smáralind.
Ég hafði verið að versla með bróðir mínum sem var að rölta aftur heim til sín og ég var samferða.
Sjálfur er ég 30 ára og hann er árinu eldri.

Við röltum framhjá stelpu sem var sona 12-14 ára sem sat uppvið vegginn og var að hlusta á ipodinn sinn í undirgöngunum fyrir neðan smáralind.Okkur fannst þetta soldið skritið og stoppuðum og spurðum hvort allt væri í lagi.
Hún svaraði brosandi já já ég heyrði bara ekki í ykkur strax.
Við röltum áfram og versluðum í select í sona 10 mín.
Röltum niðureftir aftur þá sjáum við hvar stelpan er á hnjánum og snýr baki í okkur rétt þar sem hún hafði setið áðan,ég fékk strax ónota tilfinningu og kraup að henni til að athuga hvort það væri í lagi.
Hún hafði Skorið sig alla á vinstri hendi með rakvélablöðum upp frá úlnið og upp undir handakrika.

Bróðir minn fraus að sjá allt blóðið og ég náði litlu sambandi við hann.

Ég tók um stelpuna og horfði í augun á henni og sagðist ætla hjálpa henni og hvort hún gæti ekki staðið upp.Hún sagði já og byrjaði að gráta.
ég fylgdi henni að stiganum og beið þar með henni þangað til að sjúkrabíllinn kom og afhenti hana þar Sjúkraliðunum sem komu nokkru seinna.
Gaf skýrslu hvað hafði skeð og svaraði þeim spurningum sem ég gat.
Ég var mjög feginn að hafa kunnað skyndihjálp og vissi hvað átti að gera.
Bróðir minn sagðist bara hafa ekkert vita hvað átti að gera og var mjög feginn hvað ég var yfirvegaður á meðan þessu stóð.

Auðvitað brá mér og þurfti tíma að jafna mig þegar ég kom so heim.
Gat ekki sofnað um þá nótt og hringdi í spítalann um 4 um nóttina og talaði þar við hjúkku sem sagði mér að stelpan hefði vegnað vel og það hjálpaði mér að sofna.
Ég var á réttum stað og réttum tíma þarna og þessu mun ég aldrei Gleyma so lengi sem ég lifi að hafa geta veitt stelpunni hjálparhönd.
-Kristján.

Þessi grein er uppá nokkrum vefjum eftir mig þar sem mér langar bara deila þessu með fólki.
Takk.