Hann hefur jú þann valkost að eyða tíma með barninu heima hjá mömmunni, og ef að hún er sanngjörn og vitiborin manneskja þá gæti hún til dæmis látið sig hverfa þannig að pabbinn og barnið geti fengið að vera ein í nokkra klukkutíma.
Því ekki að bregða sér í bíó, í heimsókn, að versla, what ever, bara að njóta þess að fá að vera ein í smá tíma.
Mér finnst ekkert verra en það þegar að feður sem að vilja standa undir ábyrgð sionni eru hamlaðir í að gera það.
Mæður gefið feðrunum sem flest tækifæri á því að umgangast barnið sitt, það er gróði allra, það eykur á frelsi ykkar, færir föður og barn nær, og eykur tilfinningalegt jafnvægi barnana.