Þetta rakst ég á á netinu og ákvað að senda hingað inn, gaman að sjá hvaða skoðanir Sameinuðu þjóðirnar hafa á uppeldi og rétt barna okkar og okkar rétti sem foreldra.

BÖRN EIGA RÉTT.

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er fyrsta tilraun sem gerð hefur verið til að festa á blað öll réttindi barna upp til átján ára aldurs. Hér eru nokkur aðalatriðanna. Það kann að vera til hjálpar að hugsa fremur um þessi réttindi sem grundvallarþarfir - setja orðið þörf í stað réttar og réttinda.

1. Börn eiga rétt á virðingu af hálfu foreldra sinna eða forráðamanna og þau eiga einnig rétt á að hafa áhrif á ákvarðanir sem snerta þau sjálf.

2. Börn eiga rétt á að láta langanir sínar í ljós, hugsanir og tilfinningar, svo fremi sem það varðar ekki við lög eða brýtur í bága við réttindi annarra.

3. Börn eiga rétt á einkalífi og þar með talið að persónuleg bréf til þeirra séu ekki opnuð né heldur hlustað á símtöl þeirra, nema að lög leyfi.

4. Börn eiga rétt á víðtækum upplýsingum, sérstaklega þeim sem yrðu til þess að bæta líf þeirra.

5. Börn eiga rétt á viðhlítandi umönnun og vernd gegn öllum tegundum ofbeldis, einnig grimmdarlegum refsingum, niðurlægingu og virðingarskorti.

6. Börn eiga rétt á viðunandi uppvaxtaraðstæðum, góðu fæði, góðri heilsugæslu og bestu möguleikum til að ná fullum þroska.

7. Fötluð börn eiga rétt á að vera gert kleift að taka fullan, virkan þátt í daglegu lífi og verða eins sjálfstæð og kostur er.

8. Sérhvert barn á rétt á hvíld og leik og möguleikum á að
taka þátt í margvíslegum viðfangsefnum.

FORELDRAR EIGA RÉTT.

1. Foreldrar eiga sama rétt á að barn þeirra hlusti á þá, eins
og barnið á rétt á að foreldrarnir hlusti á það.

2. Foreldrar eiga rétt á tíma til að hvílast og auka þroska sinn - einnig rétt á tíma í ein rúmi með maka sínum eða öðrum fullþroska einstaklingi.

3. Foreldrar eiga rétt á að fresta ákvarðanatöku þar til þeim hefur unnist tími til um hugsunar.

4. Foreldrar eiga rétt á að segja nei, að setja börnum sínum skynsamleg takmörk og láta þau upplifa, innan skynsamlegra marka, afleiðingar sem leiða að því að virða mörkin að vettugi.

5. Foreldrar eiga rétt á því að vinna við heimilishald þeirra sé virt og metin af hálfu þess folks sem máli skiptir í lífi þeirra ekki síður en af stjórn og ríkisvaldi

6. Foreldrar eiga rétt á að biðja börn sín um þá hjálp sem sanngjörn getur talist, heima fyrir, eftir getu hvers barns.

7. Foreldrar eiga rétt á að láta í ljós gildismat sitt og skoðanir við börn sín þótt þeir geti ekki þvingað börnin til að hafa sama verðmætamat.

8. Foreldrar eiga rétt á viðeigandi stuðningi til þess að börn njóti tilhlýðilegra réttinda og virðingar.

Kv. EstHe
Kv. EstHer