Um síðustu helgi þá fór ég með börnin mín að sjá Blíðfinn í Borgarleikhúsinu og ég vildi bara segja ykkur frá því að okkur fannst þetta hin mesta skemmtun,skemmtileg saga og flottir búningar. Björn Bjarki sem er 6 ára var svolítið hræddur við nornirnar og svona en eftirá þá voru allir rosa ánægðir.
Mér finnst alveg rosa gaman af því að fara með krakkana í leikhús og er ánægð með það hveru mikið og gott framboð er á efni.
Hvernig er það með ykkur,eru þið dugleg að fara í leikhús með krakkana,það er einhvernvegin eins og það sitji mikið lengur í þeim heldur en ef þau fara í bíó eða sjá mynd á video.
'Eg held líka að þau hafi rosa gott af því að fara svona og sjá hvernig þetta er……..
Kveðja