Ég fór með strákinn minn í 8 mánaða skoðun nýlega, allt gekk að óskum, hann þygist vel og lengist.
Hún talaði um að hann væri voða sprækur hjá mér, enda var hann farinn að labba með öllu heima 7 mánaða gamall, og er svo komin með 4 tennur.
Hún spyr hvort að hann sé farinn að borða eitthvað sjálfur, td seríós og brauð, og ég segi að svo sé.
Þá sagði hún svolítið sem kom gersamlega flatt upp á mig, hún spurði hvort að hann væri farinn að drekka nýmjólk, ég sagði henni að ég hefði verið að skiota og að hann væri alfarið farinn að drekka hana.
Þá segir hún að ég ætti að hætta með hann á henni og fara aftur að gefa honum þurrmjólk fyrir eldri börn sem er nýkomin í verlsanir.
Ástæðuna sagði hún vera sú að hann fengi litla sem enga næringu úr henni og gæti fengið laktósa ofnæmi.

Nú spyr ég ykkur, finnst ykkur barn sem er vel sprækt, þyngist um kíló á 2 mánuðum, og lengist um 4 cm. (eyðir reyndar gífurlegri orku í það að ærslast um og labba) vera svona vannært og vítamínsnautt?
Hann borðar lýsi, hann er alls ekki horaður, og borðar allann mat, og hún hafði ekkert að setja út á holdafar eða þyng hjá honum.
Og ekki er neinn í ættinni með laktósa ofnæmi, fyrir utan að það stendur í öllum bæklingum um fæðu ungbarna að það sé æskilegtt í kringum 7-8 mánaða aldur að fara að kynna þau fyrir nýmjólk og skipta hægt og rólega yfir í hana.

Manni dettur helst í hug að þessi hjúkrunarfræðingur sé á samning hjá SMA.

Ég tek það fram að ég ætla ekki að kaupa þessa mjólk fyrir hann, hann fær lýsi, borðar brauð með lifrakæfu og osti líka, og mér sýnist það duga honum vel.

Ein svolítið hneyksluð, Zallý.
———————————————–