Sá eldri minn, 8 ára, er búinn að fatta þetta. Það kom í gær: Mamma ert það ekki bara þú sem setur í skóinn? Ég: Heldur þú það? Hann: Já. Ég: Þú veist að þeir fá bara í skóinn sem trúa á jólasveininn. Hann (löng umhugsun): Já. Ég held að hann sé ekki til.
Umræðan varð ekki lengri en ég held að ég sé enn meira sorrý en hann yfir þessu. Litli drengurinn minn búinn að fatta, snökt, snökt, hann er bara orðinn fullorðinn!!
Þannig að akkúrat þessi jól verður líklega enginn skór út í glugga? (Sá litli er 5 mánaða þannig að við byrjum að “plata” hann um næstu jól).
Æ þetta er alltof fljótt að líða.
Kveð ykkur,