Matur :
Það er alltaf gott að hafa hollt..alla vegna fyrst og hérna eru nokkrar hugmyndir um hollan mat.
- Andlitspítsur, þegar þið eruð svona fá er þetta ekkert mál. Þú þarft bara að vera búin/nn að taka allt til, fletja út deigið og britja álegg og setja í skálar. Þú getur valið hvort hver og einn á að fá margar litlar eða eina stóra. Síðan þegar það er komið að matnum þá koma allir krakkarnir bara inní eldhús eða eikkað og búa til kalla á pítsurnar sínar, t.d. pepperóní fyrir augu og paprika fyrir munn. Bara nota hugmyndaflugið.
- Nýbakaðar bollur með osti, smjöri, sultu eða skinku. Svo má líka alveg nota eikkað annað á bollurnar.
- samlokur, takið brauðsneiðar og skerið út úr því allskonar munstur með piparkökuformum. Setjið álegg og útskorin brauð á borðið og leyfið krökkunum að velja hvað þau vilja. Þið getið t.d. grillað samlokurnar, hitað í ofninum eða bara haft þær eins og þær eru.
Síðan er komið að aðalréttinum sem má vera aðeins óhollari.
- muffins með glassúr og smartís í staðin fyrir súkkulaði. Það er hægt að gera alskonar munstur og rendur með glassúr sem krökkunum finnst vanalega mjög spennandi.
- grófar kexkökur, t.d. hafrakex eða haustkex, með osti eða sultu eða einhverju þannig
- afmæliskakan, gætuð blandað saman ávöxtum og rjóma eða hafa bara einfalda skúffuköku
snarl til að hafa með á borðinu
- tanstönglar og skálar með alskonar hollum og góðum mat, ávöxtum, grænmeti eða ostum
eftirréttur
- getið leyft krökkunum að gera bragðaref, blandið saman ís, íssósu og ávöxtum í mixara, leyfa þeim að ákveða hvað þau vilja..
svo bara nota hugmyndaflugið og finna upp á einhverju nýju..svo er líka flott að skreita borðin og bara hafa nóg að gera í afmælinu svo enginn verði fúll… =D
Lifðu lífinu með ró, þú kemst hvort eð er ekki lifandi frá því :D