maður þarf nú alltaf á smá áminnignu að halda í foreldrahæutverkinu og ég rakst á þetta og það vekur mann til umhugsunar:

Það læra börn sem þau búa við:

Það barn sem býr við hnjóð,lærir að fordæma.
Það barn sem býr við hörku,lærir fólsku.
Það barn sem býr við aðhlátur,lærir einurðarleysi.
Það barn sem býr við ásakanir,lærir sektarkennd.
Það barn sem býr við mildi,lærir þolgæði.
Það barn sem býr örvun,lærir sjálfstraust.
Það barn sem býr við hrós, lærir að viðurkenna.
Það barn sem býr við réttlæti,lærir sanngirni.
Það barn sem býr við öryggi,lærir kjark.
Það barn sem býr við skilning,lærir að una sínu.
Það barn sem býr við alúð og vináttu,lærir að elska.
Helgi Hálfdánarson þýdddi.

Það er alveg ljóst að það er sko alls ekki “alveg sama” hvernig við ölum börnin okkar upp!!!!
Þetta vakti mig allavega til umhugsunar.
Kveðja