Mig langaði að koma svolítið inná hlutverk feðra í uppeldinu. Í þjóðfélaginu eru endalausar umræður um uppeldi barna sérstaklega hvað varðar hjónaskilnaði. Börnunum er oftast komið í hendurnar á mæðrum sínum sem fá í flestu tilvikum fullt forræði yfir þeim. Ástæðan er oftast þessi ,,móðurást" sem alltaf er talað um, og að börnin séu frekar háð móður sinni en föður.
Ég hef alla tíð haldið því fram að konur séu sko aldeilis ekki betri uppalendur en karlar. Það er bara mín skoðun. Mér fnnst eins og körlunum sé oftast bara ýtt til hliðar hvað varðar þessi mál og þeir oftast taldir vanhæfir til þess að sýna ábyrgð hvað varðar uppeldi, þá t.d eins og eftir skilnað.
Ég rakst t.d á grein um daginn sem gerði mig mjög reiða. Fyrirsögnin hljómaði einhvern veginn svona Faðir fær að hitta barn sitt 2 tíma í mánuði.
Ég varð svo reið þegar ég las þetta að kærastinn minn var farin að hafa áhyggjur af mér. Af hverju eru karlmenn alltaf settir til hliðar spyr ég mig? Eru þeir gjörsamlega óábyrgir til þess að sjá um uppeldi á sínum eigin börnum?
Mér þætti gaman að vita hver ykkar skoðun er!;!