Hæ öll, það er geðveikt gaman að sjá hvað það eru margir sem eru til í að tjá sig og reiða sig á hjálp frá einhverjum sem maður þekkir ekki einu sinni! En allavegana, þá sé ég að Nala er í smá basli . . . sem og kannski fleiri og það eru nokkrar staðreyndir sem vert er að benda á. Í fyrsta lagi er það í lagi, í yfir 50 % tilvika, að sleppa pillunni einu sinni og einu sinni, því að það tekur líkamann smá stund að jafna sig og gera sig tilbúinn undir barneignir. Þannig að þú gætir þurft að sleppa pillunni í allt að einn og hálfann mánuð áður en eitthvað fer að gerast. Svo í kjölfar þess getur þú átt von á því að það plummi sig ekki. Æji, sorry, mig langar ekki til þess að vera leiðinlegur, né brjóta þig niður en maður verður bara að skoða alla möguleika áður, því annars fer það svo illa með mann þegar skýjaborgir hrynja (trust me, I know!!!) En svo er líka önnur skemmtileg staðreynd handa ykkur og hún er sú að við búum í mun betri heimi en við höldum! Þetta er kannski þversögn og hljómar fáránlega en . . . Við búum við það að geta leitað okkur hjálpar við vanlíðan með dagsfyrirvara *(sem var ekki fyrir 30-40 árum). Við getum treyst á fagfólk í öllum greinum *, við erum miklu betri foreldrar en foreldrar okkar *, við veitum okkur sjálfum, börnum okkar og náunga meiri athygli í dag *, við erum opinskáari og meiri tilfinningaverur en forverar okkar og auk þess höfum við tröllatrú á okkur sjálfum og þeim sem standa okkur næst. Ég vona að þetta létti lund ykkar eitthvað ef ekki þá er bara að skrifa um það og við hjálpumst að, öll saman!
Hjálparhönd
Gromit