Í þjóðfélaginu í dag er ekki mikið annað til boða fyrir flestar fjölskyldur nema að báðir aðilar vinni fullan vinnudag. Því miður.
Ég treysti hiklaust á að leiksólinn taki að sér ábyrgðina á uppeldi á móti mér, enda hefur það verið þannig í gegnum aldirnar að fjölskyldur bjuggu saman og margir sáu um að ala upp börnin. Og leikskólinn er oft eins og fjölskylda fyrir börnin okkar, þar fá þau mikla hlýju og umönnum.
Mér finnst ekki rétt að þú setjir það upp þannig að margir foreldrar séu uppteknir við að sanka að sér veraldlegum gæðum og vinni þessvegna fram úr öllu hófi. Flestir sem ég þekki hreinlega VERÐA að vinna svona mikið til að hafa í sig og á.
Ég vildi fara að vinna þegar að ég var búin að vera heima í 6 mánuði, ég var búin að vera nóg heima að mínu mati. Ég hefði auðvitað viljað fara að vinna hálfann daginn, en það var ekki hægt, þannig að ég vinn alla virka daga frá 8-4.
En ég veit að börnunum líður vel á meðan ég er ekki með þeim, þau fá mikla ást og umhyggju og þau dafna vel.
Ég held líka að ekkert barn hafi gott af því að vera of mikið með foreldrum sínum, þau þurfa líka að fá frí frá okkur rétt eins og við foreldrarnir þurfa að fá frí frá börnunum sínum öðru hvoru.
Aftur ámóti reynum við að nota helgarnar í að gera eitthvað skemmtilegt öll sman, við förum í sund, gönguferðir, húsdýragarðinn, eða bara erum heima að kúra öll saman.
Með brjóstagjöf þá er vel hægt að sinna henni þó að konan sé enn með barnið á brjósti þegar að hún fer að vinna, þær geta mjólkað í pela, og á meðan það er haldið á börnunum á meðan þau drekka, og þeim er leyft að finna að þau séu elskuð þá er því ekkert til fyrirstöðu að því sé háttað þannig.
Að mínu mati er hlutverk föðursins að vera heima með nýju fjölskyldunni sinni og kynnast barninu, og aðlaga sig að breyttum aðstæðum með móðurinni. Þetta er mikil breyting að eignast barn, sama hvort að þetta sé fyrsta barn eða áttunda.
Hann getur líka hjálpað til með því að vera með nýjabarnið á meðan mamman fær tíma til að vera ein í næði með hinum börnunum ef þau eru til staðar.
Það er í raun ekki hægt að flokka þetta niður i hlutverk föður og móður, þetta er allt samvinna, og mjög mismunandi hvernig fjölskyldur vinna úr þessu.
Þetta eru allavega mínar vangaveltur, og þó svo að ég hafi sagt að ég hafi sagt að ég hafi ekki viljað vera lengur heima með börnin vona ég að það kalli ekki á reiði samhugara, ég elska þau af öllu hjarta, en mér finnst hálfur dagur heima með börnunum nóg í mínu tilfelli.
Set ekkert út á hvað aðrir gera :)
Kveðja, Gerðu