Þvílíkir bullukollar! :) Ég er búin að vera að reyna að halda utan um “gullmolana” sem að koma frá syni mínum. Hann er núna farinn að koma með svo skemmtilegar “sögur” að við pabbi hans erum alveg í kasti stundum! ha ha..

Upp á síðkastið er hann búinn að vera með svo skemmtileg comment að það er alveg frábært!

Eins og um daginn, þá var ég að lesa fyrir hann og þegar við vorum hálfnuð með bókina þá snýr hann sér að mér og segir “ Ég nenn´ekki að hlusta á þig lengur”! Og brostir bara!!
Ég bara sprakk úr hlátri…

Svo sagði hann mér frá því að hann og besti vinur hans á leikskólanum hefðu verið að rífast og að leikskólakennarinn hafði skammað þá. Ég spurði náttúrulega af hverju þeir hefðu verið að rífast og þá sagði hann : “ Hmm…. bara peninga!!”
ha ha ha…

Ég veit að það luma sko margir á skemmtilegum “gullmolum” frá börnunum sínum eða bara það sem fólk hefur heyrt!

Endilega segið frá þeim, það er svo gaman að heyra hvað þessir bullukollar hafa að segja! :)

kveðja
honeyubun
kveðja