Þessi litlu sætu kríli okkar eru nú ekkert smá yndisleg! þau eru nú samt öll mis erfið í framkomu en það er jú bara eins eðlilegt og að vera með annan hárlit eða eitthvað. þau þurfa mikla umhyggju og öryggi og eru alveg sérstaklega hönnuð til þess að knúsa. :) snerting er eitthvað sem þau eru alveg heilluð af, kvort sem þau eru að snerta sig sjálf eða foreldra eða bara einkvern annan. eins og til dæmis sonur minn, hann er alveg heillaður af tánum á sér, og alltaf þegar hann er ber, þegar maður er að skipta á honum eða fara að baða hann, þá fer hann alltaf beint að fikta í tánum á sér. og hann meira að segja bítur annað slagið í þær líka. og svo stundum kitlar honum svo mikið að hann liggur kannski aleinn uppí rúmi skellihlæjandi að skoða á sér tásurnar. og það er nú bara eitt það sætasta sem ég sé. svo verður hann líka agalega glaður ef hann fær að skoða á manni hendurnar og kannski aðeins að smakka kvern og einn putta. svo líka ef það er eittkvað vesen að svæfa hann, þá þarf maður bara að strjúka á honum magann eða bakið og þá sofnar hann eins og skot. honum finnst líka gott að láta fikta í eyrunum á sér og bara yfir höfuð öllum hausnum. og ég held að það sé þannig með langflest börn að þau róist ef maður strýkur til dæmis á þeim bakið eða magann, að þá róast þau alveg helling. og ef maður faðmar þau þétt að sér, þá er eins og þau fari bara til himnaríkis og aftur til baka. þegar börnum líður eittkvað illa einkversstaðar þá er oft nóg að bara faðma þau og strjúka þeim þótt maður kannski viti ekkert endilega alveg kvað það er sem þeim líður illa útaf. og það er líka svona með til dæmis mig að mér finnst alveg ólýsanlega gott að fá bara faðmlag eða einkverja snertuingu þegar mér líður eitthvað illa. og ég er alveg viss um að ég er ekkert ein í þeim hópi. það er alltaf gott, kvort sem maður er barn eða fullorðinn, þegar einkver sýnir manni ást og væntumþykju. en það er auðvita mikilvægara fyrir litlu krílin, því þau þurfa svo mikið á því að halda þar sem þau kunna ekki að tjá sig almennilega og þannig. þau eru nefnilega svo gríðarlega næm fyrir allri snertingu að það er bara alveg yndislegt. svo eru þau líka bara svo mjúk og það er svo gott að koma við þau. verum því alltaf góð og yndisleg við börnin okkar og sýnum þeim alla þá væntumþykju sem við höfum að gefa!
Kveðja, Gizzie :)