Þetta er nú sennilega fáránlegasta greinin sem hefur komið hingað inn. Þannig er nú mál með vexti að við hjónin erum barnlaus en langar rosa mikið í kríli, málið er bara það að við erum ekki viss um að standa undir því. Ég er ekkert að velta mér uppúr því hvort við séum tilbúin eða ekki , manni finnst maður örugglega aldrei tilbúin en við erum dáldið hrædd um að vera ekki nógu ábyrg. Sko, við eigum heilan hóp af frændsyskinum og vina börnum sem dýrka okkur og við gætum ekki án verið, megum ekki labba fram hjá barnafata eða leikfanga verslun án þess að kaupa eitthvað handa þessum kútum, ég hef rosalega gaman af því að búa til afmælistertur og hef passað óendanlega mikið af börnum (svo finnst mér líka einna skemtilegast að skoða þett áhugamál hérna á huga þó ég eigi ekki barn sjálf). Maðurinn minn er allra uppáhalds frændinn, og fara yfirleitt öll börn að brosa bara við að sjá hann. Allir vinir okkar sjá okkur fyrir sér með heilan hóp af börnum og við höfum alltaf sagst ætla að eignast mörg sjálf. So, what´s the problem? Við erum rosalega kærulaus, alltaf allt í drasli, gleymum öllu, nennum ekki að elda og og sofum rosalega fast. Það er frekar erfitt að útskýra þetta en við erum svona fólk sem ef ég horfi á eins og ókunnug manneskja þá myndi ég ekki treysta okkur til þess að ala upp barn, ekki það að við myndum nokkurn tíma skilja lítil börn eftir alein um miðja nótt eins og talað var um í vísi en ég sé það alveg fyrir mér að við gerum óvart eitthvað eins og Mr. Bean t.d. gleyma barninu sínu upp á bíl og keyra af stað! Ég veit að allir segja að maður breytist við það að eiga barn og er viss um að það sé dagsatt, en ég var svona að pæla hvort eitthvert ykkar væri til í að segja mér frá breytingunum, og hvernig þær hafa haft áhrif á lifnaðarhætti ykkar?