Skilnaður
Ég hef verið að velta fyrir mér í sambandi við fráskilda foreldra sem nota börnin sín til að vera vond hvort við annað. Átta þau sig ekki á því að það eru börnin sem verða verst úti í svona löguðu? Þegar foreldrar hata hvort annað og gera barninu það fullkomlega ljóst lendir barnið í hræðilegri sálarkreppu. Því finnst það þurfi að velja með hvoru foreldrinu það á að standa, en það er allt annað en auðvelt og barn getur ekki tekið slíka ákvörðun. Þess vegna reynir það að gera öllum til hæfis, og það er ekki mikið auðveldara. Barnið fær þá sektarkennd yfir því að þykja vænt um báða foreldra sína og þorir varla að viðurkenna að því þyki vænt um það foreldri sem það býr ekki hjá af ótta við viðbrögð hins. Það er erfitt fyrir fullorðið fólk að vera á milli í rifrildi, hvernig haldiði þá að það sé fyrir barn? Afhverju getur þetta fólk ekki róað sig og reynt að gera hlutina í vináttu, afhverju hugsar það ekki um velferð barnanna sinna?