Þetta er tekið af visir.is í dag
“Tvö börn alein heima um miðja nótt
Maður gekk fram á fjögurra ára barn á hlaupum utandyra í Vesturbænum í Reykjavík um þrjúleytið aðfaranótt sunnudagsins.
Fylgdi hann barninu heim og hitti þar fyrir eins árs gamalt barn sem var eitt heima. Maðurinn tilkynnti þetta til lögreglunnar í Reykjavík sem fór á staðinn og hafði þegar samband við barnaverndaryfirvöld sem brást skjótt við. Skömmu síðar birtist heimilisfaðirinn. Ekki er kunnugt hvaða skýringar hann gaf á fjarveru sinni en ákveðið var að koma börnunum fyrir í öruggt skjól. ”
Ég bara spyr hvað er að svona fólki??
og er þetta ekki næg ástæða til að taka börnin af honum??
hvar var mamman??
jæja ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra en rosalega verður maður reiður þegar maður sér svona lagað.