Jólaland opið í byrjun nóvember.. Jæja, alltaf er verið að flýta jólaauglýsingunum og jóladótinu í búðunum. Nú sá ég að það er byrjað að auglýsa að Jólaland er opið í Blómaval, með jólasveinum og öllu tilheyrandi!

Ég verð að segja það að mér finnst það fullsnemmt en samt ætla ég að fara með minn strák fljótlega að kíkja. :o)

Hvernig er það, hafið þið farið með ykkar krakka ?

Eða finnst ykkur þetta allt of snemmt?

Minn var svo spenntur þegar snjórinn kom að hann vill helst bara syngja jólalög og búa til snjókarla úti í garði ! ha ha…

Hvað segið þið, finnst ykkur of snemmt að fara með börnin okkar í nóvember í t.d. Jólaland?

Er kannski of langur tími fyrir þau að bíða þá eftir jólunum?

Bara smá spekúleringar hvað ykkur hinum foreldrunum finnst um þessi mál… :o)

kveðja
honeybun
kveðja