Strax í byrjun þessara árs byrja ég að finna fyrir verkjum í kviðnum og var búin að vera kastandi upp mánuði áður, ég ákvað að taka prúfu og hún var jákvæð, ég komst því af því að ég væri ólétt.
Ég var búin að gefa upp von á því að geta orðið ólétt. Ég var búin að horfa á allar vínkonur mínar fæða, verða mæður og hélt ég myndi aldrei finna þá tilfinningu. Þegar ég sá prúfuna fannst mér allur heimurinn vera gefa mér besta tækifæri í lífi mínu, ég myndi gera hvað sem er að koma þessubarni til lífs og gefa því gott líf. (Þetta var 4 januar sem ég tók prufuna)
Daginn eftir fór ég til læknis vegna ég vildi vita kort það væri ekki allt í lagi með fóstrið vegna ég var búin að hafa smá verki upp á síðkastið, læknirin segist ekki sjá barnið en telur þetta ekki utanlegsfóstur.
Sunnudagsnóttina byrja verkirnir að versna, ég hringi strax í lækni og hann segir mér að hringja aftur ef ég er alveg að drepast, hálftíma seinna get ég varla hreyft mig og hringi í lækni, það var farið með mig uppá spítalann undir eins og ég er alveg hægt að geta hreyft mig, mig verkjar um allan líkama, átti erfit með að anda, gat varla labbað, þurti hjálp við að setjast upp pg lifta mér upp í rúmminu, þessir 3 dagar voru virkilega ruglingslegir og ég skildi ekki helmingin af því sem læknarnir sögðu, að lokum náði ég þvú að fóstri væri dáið, þó að ég syndi ekki mikið að það hefði verið sárt að missa fóstrið var það það versta sem hafði komið fyrir mig, eins og öll von mín væri úti, ég sem hellt að ég hefði fenngi loggsins tækifæri. Ég fór heim og hvíldi mig og fór nokkrum sinnum í blóðprufur eftir það.
Fimmtudeginum 11. januar fór ég í eina enn blóðpruna og allt síndi vel í hinum blóðprufunum, ég átti að fá svar frá þessari seinna um dagin eða vonandi fyrir helgina. Á mánudeginum var ég orðin leið á því að fá ekkert svar, við móðir mín hrindum upp á spítalann að reyna finna eitthvað út úr þessu, vorum orðar frekar leiðar að fá ekki svar en komumst svo loggsins af því að við þyrtum að tala við annan lækni, hann átti ekki tíma næst fyrir en 30 januar en ég gat bara ekki beðið svo lengi að fá svar þannig við fengum að fara inn á milli tíma næsta dag.
Næsta dag fórum við til læknis og vinuðumst að allt færi bara í besta haginn, ég talaði við lækninn og fór í ómskoðun, læknirin ummaði aðeins og sagði svo allt í einu: ég sé blóð, gvuð ég þarf að leggja þig inn. Ég varð í fyrstu frekar hrædd því ég vissi ekki alveg hvað væri í gangi, hvað væri að fara gerast, ég fór ói blóðprufu og þurti svo að leggjast aftur inn og rétt komin vika síðan ég var þar síðast.
Hjúkka kom seinna um daginn að mæla púls og mæla hita og við spyrjum hvað sé í gangi, hún hugsar aðeins og segir svo æjj já þú ferð í aðgerð kl: 5,
Ég hafði enga hugmynd og ég frís og ég veit ekki hvað er í gangi. Ég fer frekar hrædd og óvituð í aðgerðina og vona að allt gangi allt í haginn.
Ég vakna seint að kveldi og var beðin um að anda og anda dýpra, fékk verkjartöflur og sofnaðu aftur.
Næsta dag vakna ég með verstu verki á ævi minni ég sé að ég hefði fengið 3 stungur og frétti að ég hefði verið hengd upp á hvolf á meðan aðgerðinni stóð, svo fæ ég loggsins að borða, fæ að fara í sturtu og fara í mín eigin föt, læknirinn kom og loggsins eftir langan tíma fékk ég að vita hvað væri að og hmmm komnar 1 og hálf vika.
Ég hefði sem sagt verið með utanleggsfóstur og það hefði eiðilagt eitt af eggjaleiðurunum mínum, læknirinn sá blóðkúlu í mér sem þurti að taka strax áður en hún myndi springa og þá fannst allt annað með. Má segja mig heppna en ég missti svo margt á 1 og hálfri viku, þetta hefur gert utaf við mig og kærastann minn, við erum bæði dauðþreytt og þetta var verast líkamlega og andlega reynslan mín sem ég hef lennt í.
Ég hef en von um að eignast barn en ekki eins miklar og þær sem hafa 2 eggjaleiðara, en þetta er mín messta ósk að verða móðir og hefur verið það allt mitt líf að verða móðir.
Ég mun alltaf halda áfram að vona og segi bara það að ef þið finnið fyrir einhverjum verjum stelpur hvað sem er farið strax til læknis og láti þá segja ykkur strax hvað er að ekki láta þá biða með það í viku, því þetta hefðu átt að vera löngu búið hjá mér en læknarnir gátu ekki fillst betur með, hefðu kannski getað bjargað einhverju hjá mér.
En að halda voninni er það sem ég mun gera á næstunni. Vera sterk því það versta sem til er, er að missa sitt eigið FÓSTUR.