Hæ hæ.
Minn strákur fékk líka tennur snemma, um fjögurra mánaða. Svo var hann kominn með allar, líka tveggja ára jaxlana 15 mán.
Hans tennur litu ofsalega vel út, fyrir utan það að einn jaxlinn kom ofsalega ljótur upp. Hann varð fljótlega dökkur og svartur..Ojjj, þannig að við drifum hann til tannsa. Við héldum að þetta væri eina tönnin sem skemmd væri, en annað kom sko í ljós. Áður en ég held áfram vil ég bara segja að ég og minn maður höfum ALLTAF hugsað vel um tennurnar. Meira segja ef hann hefur sofnað áður en við höfum getað burstað, höfum við burstað hann sofandi. Við höfum sumsé alltaf gert allt sem í okkar valdi stendur til að passa tennurnar hans.
Jæja svo fórum við til tannsa. Við fórum til sérfræðings (barnatannlæknis), hann skoðaði jaxlinn og gerði við. Allan tímann notaði hann glaðloft, sem ég sá enga ástæðu til, því stubburinn minn sat svoleiðis grafkyrr í stólnum..seinna skildi ég ástæðuna.
Tannsinn sagði svo að hann væri kominn með fleiri skemmdir…fimm að mig minnir!
Við máttum aldrei borga eftir hvert einasta skipti, tannsi vildi frekar fá allt borgað í einni summu. Við spáðum í sjálfu sér ekki meira í það, en seinna skildum við það líka!
Svo litla greyið var dregið aftur og aftur til tannsa. Gert var við þessar litlu holur. Og svo áttum við að mæta með hann í síðasta skiptið. Þá fór hann til aðalkarlsins, þess sem á stofuna. Ok, þar átti að gera við síðustu skemmdina. En….þá fann hann tvær nýjar!!!!! Ég skildi ekki neitt í neinu, spurði hann hvernig eiginlega stæði á þessu, þá sagði hann að sá stutti væri með glerungsgalla í tönnunum, sem líklegt er að hafi myndast strax á fósturskeiði…Og þá væri allt svo viðkvæmt og fljótt að versna og smitast út til annara tanna. Ég var alveg miður mín, en samt fegin, því hann sagði að ég hefði aldrei getað gert nokkurn skapaðan hlut til að koma í veg fyrir þessar skemmdir. Þó við hefðum burstað dag og nótt!!! Svo að lokum sagði hann mér að koma snemma með hinn strákinn minn, sem er eins árs.
Jæja, viðgerðum lokið.Hvað kostar þetta svo?
93.710!!!!!!!!!
Í þessi fimm eða sex skipti höfðu þeir náð 100 þús.kalli af okkur!!!
Þó að tryggingastofnun borgi eitthvað af þessu er mér alveg sama..við þurfum að leggja út fyrir þessu. Og þetta síðasta skipti, með AÐALMANNINUM kostaði mig 24.450 krónur! Spáiði í það!Það náði ekki hálftíma!!!
Ok, mér finnst sjálfsagt að láta laga tennurnar, en sérfræðingar eins og til dæmis barnatannlæknar mega leggja á sínar tannlækningar eins og þeim sýnist!!!!
Svo fórum við að skoða hvað það var sem kostaði svona mikið, ok…glaðloftið, sem mér fannst ekki þörf á að nota var dýrast. Svo fórum við með reikninginn á aðra stofu og þar var okkur sagt að blöndunin á fyllingunum væri alltaf allt of stór! Þeir sem sagt kunna að ná sér í pening..búa til of mikið efni og rukka þig fyrir allt“
Vandaðu val þitt á tannlækni svo þú lendir ekki í svipuðu og ég, því þegar við svo fórum til þessa AÐALMANNS og báðum hann um útskýringar á þessu..sagði hann YFIR ALLA Á STOFUNNI AÐ VIÐ ÆTTUM BARA AÐ HUGSA BETUR UM TENNURNAR Í BÖRNUNUM OKKAR!!! Spáiði í þetta..hann var nýbúinn að segja að við hefðum ekkert getað gert!. Hann er algjör ruddi! Við fengum engar útskýringar, bara einhver niðrandi ummæli.Og hann sagði að það væri ekki auðvelt að halda uppi tannlæknastofu..miðað við þetta skil ég ekki að það sé erfitt, nema þá að þeir hirði öll launin. Mér finnst að minnsta kosti sú setning ekki réttlæta þennan reikning..við eigum ekkiert að halda hans stofu uppi! Við vorum bara að hugsa um það besta handa stráknum okkar..héldum við..
Sem sagt þessi hálftími eða öllu heldur nær kortéri sem síðasti tíminn var..kostaði mig 24.450 krónur!
Svo sama hvert ég hringdi fékk ég eitthvað skítkast. Ég hringdi í neytendasamtökin og sagði þeim frá..vitiði hvað þau sögðu? Er eðlilegt að svona lítið barn sé með svona margar skemmdir??Eins og ég væri sökudólgurinn.Mér leið ekkert smá illa og fór bara að gráta…eins og auli.
Því sama var hreytt framan í mig hjá Tryggingastofnun Ríkisins..Þessi hundrað þúsund kall sem þetta kostaði mig, setti mitt líf á annan endann, lét mig virkilega efast um getu mína sem móður og setti mig næstum á hausinn. Fólk sem er að borga af húsi, með tvö börn og kannski í skóla líka…þið verðið að passa að svona hendi ykkur ekki. Vandið valið!
Í lokin langar mig að vara ykkur við þessum manni..en ég þori ekki að segja hver hann er…
Þessi hel#$”$ aumingi!
úfff, sorry hvað ég er æst.
En endilega farðu samt með hann sem fyrst, sérstaklega vegna þess að ekki er allt sem sýnist og þó tennurnar líti vel út getur eitthvað grasserað eða verið þegar til staðar í þeim. Vonandi hjálpar þetta eitthvað. En ég sem sagt mæli ekki með að þú farir til sérfræðings,farðu frekar með hann til venjulegs tannlæknis, þeir eru líka ofsalega duglegir með börn (alla vega sumir hverjir)og eru vanir þeim. Þeir tannlæknar eru sko bara betri og MANNLEGRI en svona aula- sérfræðingar eins og við lentum á!
Takk fyrir..
Ein æst..