Ég á son, 1 og 1/2 árs, sem ég sá í dag að er ljósið í lífi mínu. Þar sem hann lá sofandi uppi í rúmi (síðdegislúrinn) skein lítil sólarglæta beint yfir hann og þar áttaði ég mig að hann væri ljósið í lífi mínu. Þegar ég hugsa til baka öfunda ég hann rosalega af því að vera eins og hann er, hreinskilinn. Þegar hann var aðeins rúmlega mánaðar gamall var hann strax farinn að sýna að hann hefði tilfinningar og skildi tilfinningar annarra. Mamma hans var þá í skóla og á henni hvíldi mikið álag. Ég var að vinna fyrir fjölskyldunni (rosalega mikið) og var ekki heima eins mikið og ég vildi. Hún (x) hafði rosalegar áhyggjur af prófunum og þar sem hún var í stofunni brast eitthvað og hún lagði hendur sínar í lófa sér og grét. Þó sonur okkar væri varla farinn að halda haus skildi hann alveg hvað var að gerast. Hann fann greinilega til með henni og vildi ólmur komast í snertingu við hana. Við sátum hjá henni og hann teygði sig til hennar bara til þess að snerta hana og sýna að honum þætti vænt um hana. Hann var sjálfur við það að fara að gráta en gerði það ekki (veit ekki afhverju, kannski til þess að vera sterkur) en allavegana ákkúrat þá gaf hann svo mikið af sér og það er það sem ég öfunda hann af. Hann getur gefið og gefið og það kemst alltaf rétt til skila. Þó svo hann kynni og kann ekki að tala (núna reyndar nokkur orð). Eitt það skemmtilegasta og fallegast í fari barnanna er hreinskilnin og einlægnin. Í daglegu amstri hefur enginn tíma og orku til þess að vera í raun sá sem hann er, ekki einu sinni ég, þannig að öfundin verður líklegast alltaf til staðar gagnvart barni mínu og börnum (í framtíðinni) og það er eitt af því sem gerir þau sérstök…
Elskum börnin okkar óhikað.
Gromit