Börn 12 ára og yngri mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 20.00 frá 1. sept. til 1. maí og eftir kl. 22.00 frá 1. maí til 1. sept. nema í fylgd með fullorðnum.
Börn á aldrinum 13-16 ára mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 22.00 frá 1. sept. til 1. maí og eftir kl. 24.00 frá 1. maí til 1. sept. nema í fylgd með fullorðnum. Undanskilið er þó bein heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.
Stundum finnst mér mjög gott að styðjast við þetta og geta þá sagt stelpunni minni að það sé bara hreint og beint bannað að koma inn seinna en klukkan átta. Aftur á móti á sumrin finnst mér samt að vera úti til tíu of mikið fyrir t.d. börn yngri en 6-8 ára. Eins er nú hálf fáránlegt að ætlast til að 15-16 ára krakkar séu ekki lengur úti en til tíu á föstudögum og laugardögum þó að það sé vetur. Allt í lagi kannski á virkum dögum þegar skóli er daginn eftir, en hvaða unglingur haldiði að komi heim klukkan tíu á hverju laugardagskvöldi?
Allavegana þá er kannski margt gott í þessu, t.d. að foreldrar geta samræmt útivistarreglur þannig að flest börn eigi að koma heim á svipuðum tíma, en svo finnst mér líka aldursbilið vera eitthvað svo fáránlegt. 12 ára barn er sko ekki það sama og 5 ára barn t.d., og 13 ára unglngur er sko langt frá því að vera það sama og 16 ára unglingur.
Endilega tjáið ykkur!
Kveðja,