Mig langaði bara til að forvitnast aðeins með ykkur allar/alla sem eigið börn og eru að skrifast hér á inni á Huga.
Hvað hafa margar af ykkur farið í keisara ? Eða hafið þið heyrt einhverjar sögur af því ?

Og ef svo, vitið þið af hverju, þ.e. var það bráðakeisari eða fyrirframákveðinn keisari ?

Ég spyr bara vegna þess að minn sonur fæddist með keisaraskurði, það var bráðakeisari vegna þess að það varð orðið litað legvatnið, hjartslátturinn hans datt alltaf niður eftir hríðar og útvíkkunin varð aldrei meira en 3.

Ég var að tala við konu í gær sem var að eignast sitt annað barn með keisara, fyrsta barnið það “komst ekki út” og svo með annað barnið þá var búið að mæla grindina og þá kom í ljós að hún getur ekki fætt “eðlilega” vegna of lítillar grindar. Þannig að ef að hún ætlar að eignast fleiri börn þá verður það að vera keisari aftur…

En nóg um það…

Mér fannst allt í einu ég heyra svo mikið af keisarafæðingum upp á síðkastið, kannski er það bara tilviljun.. En börnin eru líka alltaf að stækka.. Þ.e. fæðingarþyngdin…

Eða hvað finnst ykkur um þessi mál ??

kveðja,
honeybun
kveðja