Jæja ég ætla nú bara að monta mig aðeins af stelpunni minni, þeirri yngri sko. Hún er bara rétt tæplega 21 mánaða og sá mesti söngfugl sem ég veit um. Við erum nú svo sem miklir sönglarar hér í fjölskyldunni en hún slær okkur öllum við. 1 1/2 árs kunni hún yfir 15 lög og núna hef ég ekki einu sinni tölu á lögunum sem hún syngur. Ekki nóg með að hún kann svona mörg lög heldur skáldar hún stundum eigin texta við þetta eftir hentisemi, t.d. “mamma datt í kolakassa” (eða pabbi eða hver sem henni dettur í hug). Svo var hún að syngja um daginn. “Láttu þetta vera, láttu þetta vera” við eitthvað lagið þegar hún var að príla upp á stól til að ná í styttu sem mamma átti, vissi sko alveg hvað mamma hennar ætlaði að fara að segja við hana. Það er alveg frábært að hlusta á hana. Svo er hún alveg hræðilegur prakkari.

Ég er reyndar þeirrar skoðunar að það sé mjög gott að kynna börn fyrir tónlist, bæði syngja fyrir þau, með þeim og leyfa þeim að hlusta á lög. Dagmamma minnar skottu er mjög dugleg við þetta, enda er maður alltaf að heyra ný lög hjá stelpunni, sum sem ég hef bara aldrei heyrt áður :)

Væri alveg til í að heyra ykkar sögur og skoðanir um þetta.
Kveðja,