Foreldrar mínir voru “gamlir” þegar þeir áttu mig. og systkini mín lika.
Ég er einskonar örverpi á góðri íslensku. Ekki bara yngst heldur er ég lítið sem ekkert lík systkinum mínum á einn eða annan hátt.
Við erum 4 syskinin og er 12 ára aldursmunur á mér og því næst yngsta sem er minn yngri bróðir.
Þar á eftir kem systir mín sem er 18 árum eldri en ég. Elsti bróðir minn er semsagt síðan 19 árum eldri en ég og kalla ég það einhverja fáránlegustu hugmynd sem foreldrar mínir hafa gert. Að unga út einum unganum enn og hvað þá það gjörsamlega útúr fjölskyldunni á allan hátt.
Ég er svarti sauðurinn í fjölskyldunni og að sögn foreldra minna sú sem fékk unglingaveikina,letina og alla þá leiðinlegu hluti sem systkini mín áttu víst ekki að vera með.
Ég er samt bara venjulegur unglingur að eðlisfari.
Það er erfitt að vera svona langt á eftir systkinum sínum. Yngri bróðir minn fór að heiman þegar ég var aðeins 7 ára og hafði síðan mjög lítið samband við okkur og hvað þá við mig svo ég þekki hann mjög lítið og get ekki haldið uppi samtali við hann því hann kemur fram við mig einsog sína yngri systur. Heimsku,litlu ósjálfbjarga systirin. Systir mín fór síðan seinna eða rétt eftir 8 ára afmælið mitt að heiman. Okkar samband hefur aldrei verið heldur neitt sem má kallast systrasamband, ég get í fyrsta lagi ekki treyst henni fyrir neinum systramálum sem mamma má ekki vita, því um leið og ég er búin að segja henni frá þessu þá hringir mamma brjáluð í mig og hundskammar mig fyrir þann hlut sem ég hafði einmitt sagt systur minni og aðeins henni og hún lofað að segja ekki frá. Auk þess hefur móðir mín aulað því óvart útúr sér að hún hafði verið að tala við systur mína. Ég á nú samt góðar stundir með systur minni, en þær eru einsog veðrið hún verður líka mjög fljótt þreitt á því sem ég er að segja og fer að tala við einhvern annan, eða að fara að gera eitthvað annað. Rétt einsog yngri bróðir minn.
Elsti bróðir minn er sjómaður og fór hann að heiman því rúmlega þrítugur því hann var hvort eð er aldrei í landi nema nokkrum sinnum á ári. Ég samt þekki hann mest af mínum systkinum því að hann var “heima” mín æskuár, Ég get því talað við hann líka einsog mann og var hann sá fyrsti sem hringdi heim og spurði hvort ég væri heima, svo spjallaði hann við mig og spurði hvernig gengi með skólann og hvað annað. Við erum góðir vinir og mér þykir allveg óendanlega væntum hann þó svo að mér þykir auðvitað væntum hin systkini mín þá t.d finn ég ekki á mér að yngri bróðir minn sé raunverulega broðir minn. Mér finnst það svo asnalegt því ég þekki hann ekkert, ég þekki ekki skap hans eða óskir og ég les ekki úr svipum hans einsog ég get gert við hin systkini mín. Kona eldri bróður míns er mér lika svo yndisleg sem hefur bjargað mér ótrúlega miðað við aðra í fjölskyldunni.
Með þessu vil ég segja ykkur!
EKKI eignast börnin ykkar með svona miklum árum á milli, það er ógerlegt að láta fólk alast upp við svoleiðis aðstæður. Og verðandi foreldrar líka!!
Ég er að chilla með frændsystkinum mínum í þriðja-lið á meðan ég er í öðrum.. Þetta er fáránlega talað hja mér ég veit, en ekki gera þetta við börnin ykkar, foreldrar mínir munu aldrei koma í útskrift minna barna og barnabörnin mín munu aldrei kynnast mínum foreldrum. Svo.. ég bið ykkur að skilja mína sögu. Ég vil ekki að aðrir hljóti sömu örlög og ég.
Ser y no ser, es la pregunta.