Mér finnst þetta bara alveg hrikalega sætt barn!! :o) Ég verð bara að segja það… ekta knúsukinnar og krúttulegur…
Manni langar bara að “pufra” hálsakotið á svona dúllum..haha…
En í sambandi við tennurnar, þá byrjaði sonur minn allt allt of snemma að taka tennur, hann var ekki nema rúmlega 3 mánaða þegar hann var kominn með 2 í neðri gómi.. og svo kom þetta allt saman á smá tíma.. ég hætti með hann á brjósti þegar hann var 6 mánaða. Hann var farinn að bíta fast ef að hann fékk ekki nóg eða ef að hann var virkilega svangur!Á þeim aldrei var hann kominn með allar flestar tennur,f.utan jaxla. En hann átti svo bágt greyið þegar hann var að taka jaxlana sína að það blæddi bara þegar tveir þeirra komu upp, hann slefaði í gegnum alla smekki (nema þá með plasti undir) og varð bara lasinn, með hita, nefrennsli og niðurgang, læknarnir/hjúkkurnar sem að við töluðum við sögu að það væri algengar orsakir með tanntökunni..
En mikið ofboðslega finnur maður til með þeim, þetta hlýtur að vera svo sárt og erfitt.. svo geta þau ekkert tjáð sig um þetta greyin…
Að “smíða” heilt svona stell alein…svo dugleg…haha…
Vonandi gengur þetta yfir sem fyrst,
kveðja,
honeybun