Ég býst við að þú sért að meina að það sé æðislegt að geta hjálpað þriðja heiminum en ekki vestræna heiminum, nema þú meinir að þetta geri okkur í vestræna heiminum svo gott að ættleiða börn frá þriðja heiminum.
Satt að segja ef ég á að vera ofboðslega hreinskilin og köld þá held ég ekki að þetta fólk sé neitt góðhjartaðra en aðrir foreldrar eða fólk almennt. Ekki að ég sé að meina að það sé ekki góðhjartað, bara að það sé ekkert betra eða verra en annað fólk. Ef þetta fólk gæti eignast barn sjálft myndu fæstir þeirra ættleiða og ef það væri auðveldara að ættleiða íslensk börn myndu flest þeirra gera það frekar… og ég skil það bara mjög vel, það er ósköp eðlilegt.
Svo er nú bara alls ekkert auðvelt að ættleiða, þetta hljómar svolítið hjá þér eins og þetta sé bara ekkert mál og allir ættu bara að drífa í þessu. Staðreyndin er sú að þetta ferli tekur alveg rooosalega langan tíma, fólk þarf að bíða kannski í 2-5 ár eftir að fá barn. Ég hugsa að fleiri myndu íhuga ættleiðingu ef ferlið væri ekki svona erfitt.
En að sjálfsögðu er þetta fólk að gera góða hluti og afhverju ekki að hjálpa barni sem á erfitt ef fólk er tilbúið til að ættleiða barn. Ég dáist að fólki sem leggur í þetta ferli og alla þá andlegu erfiðleika sem því fylgja þennan langa tíma þar til þau fá barnið í hendurnar.