Mig langar að athuga hvort að einhverjar af ykkur er með einhverjar hugmyndir að annaðhvort skemmtilegu föndri,bakstri eða einhverju skemmtilegu til að gera með börnunum sínum fyrir jólin. Þá er ég aðallega að hugsa um eins og fyrir aldurinn ca.3-4 ára. Það er hægt að pensla á piparkökur og kannski mála myndir.. en ég var að hugsa um hvort að þið væruð með einhverjar nýjar hugmyndir fyrir mig. Sjálf er ég mikil föndurkerling og finnst alveg rosalega gaman að dúlla mér svona með syni mínum, eins og að mála og leyfa honum að “hjálpa” mér að baka (þó sjaldan sé!! ha ha..) Og líka með jólasveina og fá í skóinn… hvað voru ykkar börn gömul þegar þau settu fyrst skóinn út í glugga ??
Og eitt að lokum…hafið þið hugsað út í það að það eru aðeins rúmir 2 mánuðir til jóla!!!? :o)
Ohh..rosalega hlakka ég til…algjört jólabarn…lol

Endilega látið heyra í ykkur..

kveðja

Honeybun
kveðja