Hérna er smá lýsing á þeim:
Eldri bróðir minn, hann er 22 ára (84' model) Hann vinnur sem sjómaður og er mjög hress kall! Hann passar afar afar vel uppá litlu systir sína, Hann þykir ákaflega gaman að skemmta sér, óttalega fyndinn líka.
Yngri bróðir minn, hann er 15 ára (91' model) Hann er voðalega skondinn karakter, óttalega seinheppinn oft [kem að þvi síðar] Hann breytir um áhugamál eins og nærbuxur. einn daginn er það rafmagnsbílar og annan daginn mótorhjól.
Systir mín, hún er mjög spes barn, voðalega óhrædd og skondin. Hún er 8 ára (98' model) Hún hefur gaman af því að syngja og leika. Mjög efnileg á báðum sviðum meira segja. Hún er ekta, hún hlustar á almennilega tónlist. þá er ég ekkert að tala um Nylon heldur Kiss og Nirvana. Hún er snillingur þetta barn.
Móðir mín var einungis 17 ára [á 18. ári samt] þegar hún eignaðist eldri bróðir minn. 4 árum seinna kom ég í heiminn, við bróðir minn skemmtum okkur oft vel, héldum einmitt uppá afmælin okkar oftast saman þangað til hann var orðin svolitið eldri, eigum afmæli með mjög stuttu millibili. Alltaf langaði mig að eignast lítinn bróðir, bað á hverju kvöldi guð að gefa mér lítinn bróðir sem ég gæti passað. Þótt ég hafi verið afskaplega lítil þegar litli bróðir minn fæddist [3ja ára] þá fannst mér ég vera rosalega stór, var orðin stóra systir. Fyrstu dagana var ég brosandi hringinn. Bróðir minn var skýrður á sjúkrahúsinu og presturinn var allann tímann á þvi að bróðir minn væri stelpa, og þetta var tekið upp og alltaf sagði presturinn “hvað á litla stelpan að heita” og eitthvað svoleiðis, einnig spurði hann mig hvernig það væri að eiga litla systir, ég svaraði mjög hortug “þetta er sko ekkert systir mín, þetta er bróðir minn”
Í mörg ár vorum við bara 3 systkinin, það komu oft tímabil inná milli sem ég og eldri bróðir minn slóumst eins og hundur og köttur. Eitt sinn faldi ég mig undir rúminu hans og ákvað að bregða honum þegar hann færi að sofa, mér tókst það ekki, hló svo mikið því mér fannst ég agalega fyndin að vera gera þetta, bróðir minn var nú ekki sáttur og dró mig út á hárinu.
Eitt sinn átti að mála herbergið mitt, og það var lítið annað í stöðunni en að láta mig og stóra bróðir vera í sama herberginu, það var hræðilegt, rúmin voru lengst fra´hvor öðru og stór skápur fyrir, en það stoppaði okkur ekki, við henntum dóti yfir skápinn og vonuðumst að það mundi lenda í andlitinu hjá hvor öðru. Endaði nú oftast þannig að ég fór að vola.
Þegar ég var orðin 10 ára, þá kom litla systir mín í heiminn, þá fannst mér ég vera heppnasta stelpan á Íslandi, ekki nóg með að ég ætti 2 bræður heldur var ég búin að eignast litla systur, þá var sko gaman að lifa.
Núna í dag er ég orðin 18 ára, og við systkinin erum afskaplega náin og góðir vinir.
Eins og ég sagði hér fyrir ofan þá er yngri bróðir minn afskaplega seinheppinn greyjið, og ég og eldri bróðir minn eigum til að ganga frá honum stundum. Hérna er ein skemmtileg saga:
Í fyrrasumar fórum við öll fjölskyldan saman til spánar, fyrsta kvöldið þá sátum við nokkur útá svölunum og horfðum á stórt fiðrildi sem hafði komið sér fyrir í loftinu, og hættum að spá í því og þá kemur sá stutti út og við segjum “hey sjáðu í loftið” og hann kíkir og skrækir “aujjhh! þetta er froskur” Alla utanlandsferðina var bent á allt sem við sáum og sagt “aujh! sjáðu froskinn” hann verður voðalega pirraður þegar hlegið er af honum.
Það er alltaf jafn mikið hlegið ef einhver minnist á þetta atvik, en sá stutti labbar gjarnan út.
Nokkur gullkorn frá okkur systkinunum:
L = systir mín
M = mamma
S = ég
L: mamma hvað er tíska?
M: hvað meinaru?
L: já hvað er tíska?
S: ertu þá að meina hár og föt?
L: já, það
M: tíska er bara eitthvað sem þú vilt að sé tíska
S: já maður á bara að klæða sig og vera eins og maður vill
L: já einn strákur úr skólanum segir að það sé í tíksu að vera með skott, það er sko geggjað gamalt
M: já, kanski finnst honum það bara vera tíska og er það ekki bara gott mál?
L: jú, ég ætla alltaf að vera eins og ég vil vera,
ætla ekki að vera eins og einhver annar segir mér að vera.
S: æji lilja, nenniru að sækja vatnsglas fyrir mig
L: *hleypur að næsta stól og sest* “æjjjj ég VAR að setjast niður”
S: lilja, geturu sótt fyrir mig mjólk?
ýmist:
L: NEI þu ert með lappir!! “nei ég er enginn þjónn”
L: Sædís, nenniru að koma út á línuskauta?
S: nei, nenni því ekki
L: ohh sædís! það mætti halda að þú værir ekki með lappir eftir að þú fékkst bílpróf!
Muniði krakkar góð, veriði góð við syskini ykkar, bara vesen og leiðindi að rífast því það er ekki bara erfitt og leiðinlegt fyrir ykkur, heldur alla fjölskylduna. Don't worry be happy ;)
Ofurhugi og ofurmamma