Ég varð ólétt 21 árs (fyrirfram ákvðið) og átti barnið 22ja ára. Ég var búin með stúdentspróf og var í stuttu sérnámi þegar ég var ólétt sem ég kláraði.
Núna er ég 23ja ára með eins árs barn, flutt til útlanda með kallinum og get ekki ímyndað mér að hafa gert þetta einhvernveginn öðruvísi. Ég ætla í nám næsta haust (barnið þá 2ja ára) og hef hugsað mér að reyna bara að taka því rólega, taka bara færri grinar og vera lengur að klára námið til að sinna barninu.
Mér finnst lítið mál að skoða heiminn með barninu mínu og fara í skóla eða vinna. Maður verður bara að fara sér aðeins hægar til að hafa nógan tíma fyrir fjölskylduna. Að sjálfsögðu virði ég þær sem ákveða að bíða með börnin og klára skóla og svona fyrst en ég er bara ein af þeim sem gat bara engann veginn beðið og ákvað því að drífa í því og leyfa barninu bara að taka þátt í því lífi sem ég lifi hverju sinni, hvort sem ég er í skóla eða vinnu eða hvað sem er.
Þannig að ef þér finnst þú vera tilbúin til að eignast barn þá ertu það sennilega. Það vita allir að það að eiga barn getur verið hörkuvinna, en þetta er allavega sú allra skemmtilegasta vinna sem ég get nokkurn tímann hugsað mér! Ég mun aldrei sjá eftir því að hafa átt barn svona ung, reyndar finnst mér ég ekkert rosalega ung! Líkami kvenna er líka best til þess fallinn að eiga barn frá 20 - 25 ára, þó svo kannski að það skipti ekki öllu máli!
Gangi þér vel, hvaða ákvörðun sem þú tekur!
Laalaa