Ég bý í Foldahverfi í Grafarvogi, og það er hreinlega allt að drukkna í rusli hérna finnst mér. Það er eins og að annað hvert barn hérna hendi litlum drykkjarfernum á jörðina eftir notkun. Jafnvel eru hálfétnar samlokur og ávextir liggjandi á gangstéttunum eins og hráviði. Og mér hreinlega finnst þetta ógeðslegt, þetta á sérstaklega við um í nágrenni Torgsins hér í Grafarvogi. Mig langar að skora á alla sem ekki gera það nú þegar að sýna gott fordæmi, og nota ruslatunnur, sem eru því miður allt of fáar, og henda frekar ruslinu í þær, eða jafnvel geyma þetta þar til maður kemur heim ef mögulegt er, ef að engin ruslatunna er fyrir hendi. Ég veit að langflestir foreldrar kenna börnum sínum að ganga vel um, og mörg þessara barna fara eftir því. En aldrei er góð vís of oft kveðin, og jafnvel er það oft fullorðna fólkið sem er verra í þessum málum. Það er td ekki nema vika síðan að ég sá mann tæma öskubakkann í bílnum sínum út um gluggann á meðan hann var stopp á ljósum. Ég hef lagt það í vana minn að kenna dóttur minni að ganga vel um, henda aldrei rusli á jörðina, frekar að geyma það og henda í næstu ruslatunnu eða ruslafötu. Hún sinnir því samviskusamlega, og hendir aldrei rusli á jörðina, tekur meira að segja stundum upp rusl og hendir því.(getur verið frekar þreytandi á löngum gönguferðum. Það er svo auðvelt að kenna þeim á meðan þau eru ung, og ef að þetta er kennt frá byrjun þá er þetta engin kvöð, aðeins sjálfsagður hlutur. Núna er ég er að spá í að fara í næsta skref og byrja að flokka rusl upp að einhverju vissu marki, eins og safna blöðum og fara í blaðagámana með þau, og jafnframt mjólkurfernum. En það sem ég er aðallega að spá er það, er mikið mál að endurvinna pappír heima hjá sér? Mig myndi nefnilega langa að gera persónulegri jólakort þessi jólin og hafa þau úr endurunnum pappír, plús að þetta er án efa skemmtilegt að gera með stelpunni og eykur kannski virðingu hennar fyrir móðir jörð, þeas. ef ég skelli inn léttri fræðslu um afhverju við erum að þessu öllu saman.
Stöndum saman og kennum komandi kynslóðum að bera virðingu fyrir heimilinu okkar, Jörðinni, það er bara eitt eintak af henni til.
Kveðjur, Zallý