Ég held nefninlega að það sé rosalega gott að byrja snemma að lesa fyrir börn og gera það reglulega. Að lesa fyrir börn ýtir undir málþroska þeirra og orðaforða. Þau læra t.d. ný orð sem eru e.t.v. ekki notuð venjulega á heimilinu. Ég hef líka gert það að vana að útskýra erfið og/eða ný orð um leið og ég les. Mínar stelpur hafa rosalega gaman af bókum og þetta hefur alltaf verið frábær aðferð til að róa þær niður. Ég tók líka eftir því með eldri stelpuna að þegar hún var svona 2-3 ára hélt hún miklu betur athyglinni þegar verið var að lesa fyrir hana en vinkonur hennar á sama aldri. Ég get nú ekki dæmt hvort svo sé um þá yngri líka. Báðar stelpurnar mínar voru mjög fljótar að fara að tala, sú eldri var eiginlega orðin altalandi 1 1/2 árs og sú yngri er svo til altalandi núna. Ég er ekki að segja að það sé allt bókalestri að þakka, en það spilar örugglega eitthvað inn í. Svo hugsa ég reyndar að það virki eitthvað á hinn veginn líka, að vegna góðs málþroska hafi þær enn meira gaman af bókalestri.
Allavegana mæli ég hiklaust með að þið byrjið snemma að lesa fyrir börnin ykkar, það skiptir ekki öllu máli að þau skilji allt því þau læra svo oft merkingu nýrra orða af samhenginu. Svo er þetta oft róleg og notaleg stund sem maður á með börnunum sínum :)
Kveðja,