Adsl kostar ekki mikið það er alveg satt, en það kostar samt auðvitað að hafa símalínuna og það setur verðið soldið upp.
Það er ekki rétt að það sé engin skylduáskrift, því að DR er ríkisrekin og það er skylda að borga ef sjónvarp er á heimilinu. Það er alveg sama kerfi og á Íslandi, þeir koma og banka uppá og forvitnast hvort það sé sjónvarp eða útvarp á heimilinu.
Yfirvinna er ekki almennt borguð í fríi. Næstum alls staðar eru hún reiknuð eins og á Íslandi, bara mun hærri upphæð þar sem tímakaup er almennt hærra. En fyrir hátt launaða einstaklinga borgar sig ekki alltaf að vinna yfirvinnu því að þá þarf bara að borga hærri skatt!!!
En varðandi Danmörku almennt þá vona ég að eftirfarandi hjálpi:
Skattkerfið er því miður nokkuð þreytt. 39-41% er nokkuð algengt og svo ef mánaðrlaunin fara yfir 25 eða 28 þús (man ekki nákvæmlega) þá er hátekjuskattinum skellt á, og hann er í kringum 70% af upphæðinni sem fer yfir línuna.
Næstum allt er tekjutengt. Fólk í námi sem er með börn fá niðurgreidd leikskólagjöld t.d.
Matur er ódýrari, fer þó eftir því hvar er verslað.
Bankakerfið er þægilegt. Engar yfirheyrslur! Engir víxlar og vottavesen! Bara labbar inn og biður um yfirdráttarheimild, lán, vísakort name it, og engir spyr “til hvers?”.
Ef ætlunin er að losna burtu frá baslinu þá er Danmörk gott val. En startið getur verið dýrt!!! Til að fá húsnæði þarf að borga indskud, þ.e.a.s. upphæð sem oft samsvarar þriggja eða fjögurra mánaða húsaleigu. MArgir geta þó fengið lán fyrir því hjá húsnæðisfyrirtækjunum. Indskudið fær maður svo til baka við útflutning, ef íbúðin er í sama standi og í byrjun þannig að peningurinn er nokkurs konar trygging.
En auðvitað skiptir máli hvar í Danmörku fólk er, því að þó landið sé lítið í flatarmáli þá er það risastórt í huga fólksins!!!