Þegar ég gekk með eldri stelpuna mína þá var mér alveg hræðilega óglatt og kastaði töluvert upp, en það var samt ekki svona stanslaust. Ef mér tókst að jafna mig á morgnana þá var restin af deginum bara ágætur. Að vísu var ég með ógleði í 5 mánuði þá. Næsta meðganga var aðeins öðruvísi, þá kastaði ég ekki eins mikið upp og ógleðin hætti eftir “aðeins” 4 mánuði. Kannski slepp ég með 3 núna (I wish).
Oh ég er bara að tuða hérna, fá að kvabba smá. Hvernig var þetta hjá ykkur? Hvað virkaði best til að slá á ógleðina?
Kveðja,