Oh ég er orðin frekar pirruð á þessari stanslausu ógleði hjá mér. Nú er ég komin ca 9-10 vikur og ég er með svona mallandi ógleði allan daginn. Sjaldan mjög mikla og ég hef ekkert kastað upp á þessari meðgöngu, en hún hverfur eiginlega aldrei. Ég er búin að gleyma hvernig það var að vera ekki óglatt. Ég hef ekkert fundið sem slær á þetta og verð víst bara að bíða og vona að þetta fari að hætta.

Þegar ég gekk með eldri stelpuna mína þá var mér alveg hræðilega óglatt og kastaði töluvert upp, en það var samt ekki svona stanslaust. Ef mér tókst að jafna mig á morgnana þá var restin af deginum bara ágætur. Að vísu var ég með ógleði í 5 mánuði þá. Næsta meðganga var aðeins öðruvísi, þá kastaði ég ekki eins mikið upp og ógleðin hætti eftir “aðeins” 4 mánuði. Kannski slepp ég með 3 núna (I wish).

Oh ég er bara að tuða hérna, fá að kvabba smá. Hvernig var þetta hjá ykkur? Hvað virkaði best til að slá á ógleðina?
Kveðja,