8 ára sonurinn kom með miða heim úr skólanum um daginn, lús fannst í bekknum, allir að kemba!
Ég gerði auðvitað skyndikönnun á hausnum á honum og ég get svarið það ég “sá” þær stökkvandi út um allt. Eftir vandlega kembingu kom reyndar engin lús í ljós en slatti af flösu :)
Sonurinn var sallarólegur en spurði samt “hvað ef við finnum lús, hvað eigum við að gera við hana?”. Mamman fór að hughreysta, “þá kaupum við meðal í apótekinu og þvoum öll föt og rúmföt og bla bla bla”. Sonurinn hlustaði þolinmóður og sagði svo, “nei, ég meina hvað á að gera við lúsina, á ég þá að fara með hana í skólann og láta kennarann fá hana?”
He he, einn samviskusamur að skila heimanáminu!
En hvernig er það er ekki hægt að útrýma þessu kvikindi (þ.e. lúsinni :))? Mér skilst reyndar að það sé búið að útrýma þeirri íslensku, þetta eru víst “nýbúar” sem koma hérna á haustin eftir utanlandsferðirnar. Svo hvað er til ráða? Aflúsunarstöð á Keflavíkurflugvelli? Er svona illa fylgst með þessu í útlandinu eða eru þær spænsku svona sólgnar í íslenskt blóð?
Það tókst að útrýma bólusótt í heiminum (a.m.k. næstum því) af hverju ekki þessum ógeðslegu kvikindum sem hafa ekkert hlutverk annað í lífinu en að sjúga mannablóð.
Jakk.
Kveð ykkur,