Ég geri mér grein fyrir að fólk venjulega skírir börnin sín nöfnum sem þeim þykja falleg, en stundum finnst mér að fólk þurfi að spá aðeins lengra.
Ég fór á netdoktor.is og skoðaði lista yfir skráð mannanöfn á Íslandi og þetta eru nokkur af þeim sem ég fann en það var svo mikið af skrítnum nöfnum að ég setti bara inn að F, þið getið svo bara skoðað restina sjálf.
Ég er ekki að reyna að mógða neinn með þessum lista mínum og einungis að tala um hvaða nöfn MÉR finnst umhugsunarverð, ég sjálf heiti mjög sérstöku nafni og þó mér þyki voða vænt um nafnið í dag (enda skírð eftir ömmu) þá þoldi ég það ekki í æsku og var skelfilega mikið strítt á því ;/
nafnið mitt er t.d á þessum lista.
Skráð stelpunöfn.
Agða,Albína,Alfífa,Alvilda,Amalía,Arín,Assa,Árelía,Ásný,Bengta,Benía,Bergrín,Bogey,Brák,Britt, Dagheiður,Dendý,Drótt,Dúa,Dúfa,Eðna, Efemía, Egedía,Egla,Eiðunn,Eleina,Enea,Eneka,Engilráð,Enika… og framvegis
Skráð strákanöfn:
Aðalborgar,Aðalráður,Askur,Aspar,Álfgeir,Álfur,Ásröður,Ástvin,Beinteinn,Beitir,Bjarnfreður,Bótólfur, Burkni,Daníval,Dómald,Dósóþeus,Dufgus, Dufþakur,Dugfús,Dvalinn,Edílon,Efraím,Eilífur,Elfráður,Elíeser,Elimar,Fabrisíus… og framvegis
Hvað er fólk t.d að spá sem skírir son sinn Ljótur eða Loðmundur (með fullri virðingu fyrir vali hvers og eins ) þá finnst mér alveg skelfilegt að gera barni það að bera þessi nöfn.
En og aftur vil ég ýtreka að ég er ekki að reyna að móðga neinn og nöfnin sem ég setti inn er eingöngu nöfn sem ég gæti EKKI hugsað mér að skíra mín börn, en ég að sjálfsögðu virði smekk annara.
Kv. EstHe
Kv. EstHer