Málið er að barnaofbeldi kemst ekki einusinni eins oft upp og það gerist.
Krakkar þora yfirleitt ekkert að segja frá því ef það er beitt ofbeldi, sérstaklega frá foreldrum eða nánum ættingjum. Þegar krakkar lenda í því lenda þau einmitt oft í því að eiga erfitt þegar þau verða eldri og þurfa oft að leita einhverskonar hjálpar vegna æsku sinnar.
Auðvitað ætti að hafa strangari refsingar við þessu, en ætti ekki að herða refsingar við eiginlega öllu hérna á frónni. Þið sjáið það að LÍfSTÍÐARDÓMUR á Íslandi jafngildir 16 árum, það kalla ég nú engann lífstíðardóm. Fólk sleppur með 4 mánaða skilorð fyrir nauðganir hér á landi, sem er auðvitað ekkert annað en fáranlegt, þú færð sirca 25 ár fyrir það úti í USA, sem að mér finnst hentugri refsun við slíku afbroti.
En aðalmálið við barnaofbeldið er að það kemst oft á tíðum ekki upp og því er lítið hægt að gera í því. Ef þið hafið grun um einvherja sem misþyrma börnum sínum, endilega látið yfirvöld (Barnaverndar nefnd) vita því að þau geta athugað svona hluti og geta hjálpað þessum krökkum.