Saumaklúbburinn minn saman stendur af 9.stelpum og höfum við allar verið vinkonur síðan í 1.bekk og fórum saman í gegnum allan skólann saman. Í dag búum ekki lengur allar í sama bæjarfélagi en þó er sem betur fer ekki langt á milli okkar og við reynum að hittast allar einu sinni í mánuði, fjölskylduferð á sumrin og haustdjamm í bústað einu sinni á ári (barnlausar)og plús þessi babyshowerpartý okkar.
Ég man ekki alveg afhverju við byrjuð með þessi babyshower partý en það allavega gerðist, og þau fara þannig fram.
Þegar einhver af okkur á svona 2-4 vikur eftir af meðgöngu þá ákveðum við allar hinar kvöld sem við mætum í heimsókn til hennar, makin er látin vita svo hún sé nú örugglega heima og svo mætir öll hersingin í kaffi, allar á sama tíma og hún veit venjulega ekki af komu okkar, við að sjálfsögðu mætum allar með kökur, gos, pappadiska, pappaglös (skiptum þessu einhvernvegin á okkur) og svo mætir hver og ein með sængurgjöf. Þessi kvöld eru yndisleg stund við náum að taka smá þátt í eftirvæntingunni og umræðan er venjulega oftast fæðingar og við reynum að styðja við bakið á tilvonandi móður með allskyns ráðleggingum, tvisvar höfum við mætt með videóspólu, snakk og nammi (dirty dansing og La bamba ) spólur sem við eigum sameiginlegt að hafa horft á 100 sinnum saman sem unglingar, en í þau skiptin var mjög stutt á milli partýa og eiginlega ekki hægt að ræða meira um fæðingar ;)
Með því að mæta áður en barnið fæðist þá losna tilvonandi foreldrar við að fá okkur allar á sjúkrahúsið eða í heimsókn strax eftir fæðingu, sem mér persónulega finnst stór plús því oft ganga þessar heimsóknir langt framúr eðlilegri truflun á annars dögum sem móður, faðir og barn eiga að eiga saman, margar okkar mæta svo í skírnina eða bara eftir hana og sjá barnið og færa því þá skírnargjöf.
Hugmyndin er stolin úr bandarískum bíómyndum við bara heimfærðum hana smá að okkar hugmyndum, ég veit ekki einu sinni hvort Babyshower er rétt orð en við köllum þessi kvöld okkar þetta að minnsta kosti og ég hef heyrt að konur í að mig minnir Fíladelfíusöfnuðinum geri eitthvað svipað, nema þar kallast þetta barnablessun og þá snýst þetta meira um að biðja fyrir barni og móður, og einnig færa gjafir.
Við erum að vísu einstaklega frjór hópur af 26.ára konum ;) en samanlagt eigum við 16 börn og það 17 á leiðinni :) þannig að tækifærin til að halda þessi partý okkar gerast ansi oft.
Það væri gaman að fá að vita hvort fleiri vinkonuhópar gera eitthvað svipað eða eitthvað annað ?
Kv. EstHer