Ef þú vilt vera viss um að klára þá skaltu bíða aðeins með að verða ólétt. Hver meðganga er mjög ólík og þó að sumar séu ekkert mál geta aðrar verið mjög erfiðar, alveg sama hvort maður sé í áhættuhóp eða ekki. Fyrst þú ert í áhættuhóp þá eru auðvitað alltaf meiri líkur á að eitthvað fari úrskeiðis þó að það þurfi alls ekki að gerast. Það er bara happa glappa hvernig þín meðganga verður, kannski verður þú full af orku og getur alt, en kannski verðuru líka drulluþreytt með grindargliðnun og ógleði. Svo er alltaf möguleiki á að barn fæðist fyrir tímann.
Þó að meðganga gangi súper vel er maður nú yfirleytt orðinn ansi þreyttur í lok hennar. Ég á tvær meðgöngur að baki þar sem ég var í brjáluðum prófalestri á síðasta mánuðinum og í bæði skiptin þurfti ég að fresta fögum. Í fyrra skiptið var ég hreinlega að fara yfir um af stressi, með allt of háan blóðþrýsting og var send nokkrum sinnum niður á meðgöngudeild til að slaka á og lækka þrýstinginn. Þessi meðganga var samt mjög auðveld, en ég var bara orðin allt, allt of þreytt þarna í restina. Venulega finn ég ekki einu sinni fyrir prófkvíða. Á seinni meðgöngunni fékk ég leiðinda grindargliðnun og gat mjög illa fundið mér góða stellingu til að læra í. Ég var gjörsamlega búin að rústa á mér bakinu og mjöðmunum þegar kom að síðasta prófinu og ég gat bara engan vegin setið og lært fyrir það.
Þannig að mínar ráðleggingar eru að bíða aðeins með að verða ófrísk og geta síðan notið meðgöngunnar til hins ítrasta og átt möguleika á að slappa af þarna í restina. Nú er ég ólétt aftur og mér finnst alveg ÆÐISLEGT að sjá fram á að þurfa ekki að vera í skólanum að kljást við heimalærdóm og próf í þetta skiptið.
Konur hafa alveg gert þetta, en ef þú átt kost á öðru myndi ég alveg íhuga það.
Kveðja,
GlingGlo