Ég var svona að velta því fyrir mér í sambandi við verðandi mæður og móðursýki. Ég er nú ein af þessum verðandi mæðrum og er þetta mín fjórða ólétta en ég á þrjú fósturlát að baki. Seinast misti ég fóstur fyrir 3 árum og var það það sem kallast eftirlegufóstur, þ.e. að fóstrið deyr en allt heldur áfram eins og ekkert hefur í skorist nema hvað að þungurnareinkenni hverfa. Engir verkir eða blæðingar eða neitt sem gefur til kynna fósturlát nema kannski nokkrum vikum seinna þegar líkaminn hefur áttað sig á því að fóstrið er dáið. En hvað um það, ég er allavega komin 16 vikur á leið og hefur allt gengið eins og í sögu hjá mér. Engin morgunógleði né neitt, bara liðið mjög vel og það eina sem að ég hef fundið fyrir er brjóstaspenna sem síðan fyrir nokkrum dögum hvarf. Ég fór að spá í þessu, allt í einu var ég algjörlega eikennalaus. Það bara var eins og ég væri barasta ekkert ólétt, fyrir utan bumbuna náttúrulega. Ég byrja að velta mér upp úr þessu og enda svo með svakalega áhyggjur af því að nú gæti verið komið fyrir mér eins og seinast, fóstrið bara dáið. Ég byrja að vesenast í manninum mínum um að ég sé hrædd um að ég gæti verið búin að missa fóstrið samt gerði ég mér grein fyrir því að ég væri líklegast bara móðursjúk en ég ákvað samt að hringja í bestu vinkonunna sem á barn og athuga hvað hún myndi segja. Hún segir mér að ég ætti að láta tjékka á þessu, ekki halda að ég sé bara móðursjúk svo að ég fer að spurja kallinn hvort hann vilji ekki skutlast með mér upp á spítala. Það fyrsta sem ég tek svo eftir er það að hann virðist halda það að ég sé bara í einhverju móðursýkiskasti og þessi hræðsla hjá mér sé ekki byggð á neinum rökum og hvort ég vilju nú vera að andskotast upp á spítala og angra fólkið þar. Ég sem sagt ákvað að láta þetta bíða aðeins og hringdi þess í stað í mæðraverndina í morgun og fékk að koma til ljósmóðurinnar í dag. Sem betur fer er allt í lagi hjá mér, sem að ég mátti svo sem búast við en þar sem að ég hafði gengið í gegnum þetta áður þá fannst mér rétt að fá að koma og heyra hjartsláttinn hjá litla krílinu mínu svo að ég gæti róað mig niður og verið þess fullviss um að allt væri í lagi.
Nú er ég að spá í því hvort að það sé bara ekki tekið mark á óléttum konum í sambandi við svona hluti. Ég meina mér fannst ég hafa góða ástæðu til að láta athuga þetta hjá mér en manninum mínum fannst það ekki, alveg sama hvað ég útskýrði þetta fyrir honum þá hafði ég alltaf á tilfinningunni að hann tæki ekkert mark á mér.