Ég hef ekki sjálf upplifað það að fæða í vatni en ég hef eingöngu heyrt góðar sögur af því. Þær sem ég veit um að hafi gert þetta segja allar að verkirnir séu minna sárir með þessu móti, auk þess sem þeim finnst oft auðveldara að hreyfa sig í vatninu og þetta er hlýtt og notalegt.
Hér á höfuðborgarsvæðinu er eiginlega hægt að velja um fjórar leiðir. Sú fyrsta er MFS kerfið, en þá er það sama ljósmóðirin sem fylgir manni út allt ferlið (nema hún fyrir tilviljun væri veik eða upptekin annars staðar). Fæðingin er höfð sem náttúrulegust og án allra inngripa. Það er samt alveg hægt að fá sum verkjalyf eins og gasið og það sem ljósmóðirin sjálf getur gefið eins og verkjasprautur (held ég), en mænudeyfing og sogklukka eru t.d. inngrip sem valda því að þú dettur út úr kerfinu. Fæðingarstofan er voða heimilisleg og pabbinn getur verið með og svo fáið þið litla fjölskyldan (systkini líka) að vera þarna í allt að 36 tíma og fáið svo heimaþjónustu MFS ljosmóður. Að vísu EstHerP er MFS eitthvað sem þú gætir ekki nýtt þér þar sem þú hefur farið í keisaraskurð, en það setur þig því miður í þann hóp sem telst áhættufæðing þar sem það er alltaf smá hætta á að skurðurinn bresti í hríðunum. MFS er bara í boði fyrir konur sem hafa eðlilega meðgöngu og eru ekki í áhættuhóp vegna fyrri meðgöngu. Reyndar þarf líka að panta MFS þjónustuna með löngum fyrirvara.
Hreiðrið er svipað og MFS nema þar fylgir ekki sama ljósmóðirin manni í gegnum allt ferlið en er fyrir konur sem fæða eðlilega og ætla að fá heimaþjónustu. Það má vera í Hreiðrinu í allt að 24 tíma. Þar er hægt að fara í vatnspotta meðan á útvíkkunarstiginu stendur til að lina verkina, en það er ekki leyft að fæða í þeim. MFS einingin er með aðstöðu í Hreiðrinu.
Svo er bara hin venjulega sængurkvennadeild, þar er hægt að velja um að fara í heimaþjónustu ef þú ferð heim innan 36 tíma (minnir mig), þá þarf fæðingin að hafa verið nokkuð eðlileg, þ.e. til að það sé allt í lagi að þú farir heim. Síðan er líka hægt að fá hina hefðbundnu sængurlegu sem er oftast 4-8 dagar, fer eftir ástandi konunnar og barnsins.
Ef þú átt kost á að nýta þér heimaþjónustu þar sem þú býrð þá mæli ég sko hiklaust með því. Það er sko allt annað að vera heima í ró og næði í sínu eigin umhverfi og fá ljósmóðurina heim. Maður fær miklu betri þjónustu og fræðslu.
Þú getur kíkt á heimasíðu fæðingardeildarinnar á Landspítalanum hérna:
http://www.rsp.is/kvennadeild/val_deildir.htmlOh hvað mig er farið að langa í eitt kríli enn *andvarp*