Það er fljótlegt að gera trölladeig, maður notar einn hluta af salti á móti tveimur af hveiti og bætir svo e.t.v. smá matarolíu út í. Svo hnoðar maður þetta með köldu vatni þar til deigið fær þann þéttleika sem er hentugastur til að móta úr. Það er líka hægt að blanda matarlit út í, mamma setti oft rauðan og þá var deigið voða bleikt og flott (ætli það hafi ekki bara verið til rauður og grænn matarlitur þá). Síðan er bara að föndra af vild og svo eru listaverkin þurrkuð í ofni við lágan hita (ca 125°-150°C). Þurrkunin tekur lengstan tímann og fer svolítið eftir hve þykk listaverkin eru. Sumir láta þetta þurrkast í ofninum yfir heila nótt. Þegar listaverkin eru orðin þurr og hörð eru þau tilbúin og þá er hægt að skreyta og mála.
Svo ég mæli með að þið takið krakkana með ykkur í eldhúsið og búið til trölladeig :)
Kveðja,