Þeir sem eru á móti fóstureyðingu líkja þessu við morð og telja að allt líf hafi rétt til að lifa. Einnig benda þeir á ómanneskjulegar aðferðir við fóstureyðingar og oft fylgja miklar lýsingar um kvalir fóstursins þegar verið er að fjarlægja það. Þeir sem eru fylgjandi benda á rétt konunnar yfir líkama sínum þar sem fóstrið lifir í raun á henni og einnig telja þeir fóstur ekki vera einstakling fyrr en eftir ákveðinn tíma meðgöngunnar(hvenær svo fóstrið telst einstaklingur er svolítið umdeilt).
Framkvæmd fóstureyðinga er nú ekki alveg jafngrimmileg og andstæðingar hennar vilja láta. Ef hún er gerð fyrir 12 viku er þetta mjög einföld og fljótleg aðgerð þar sem framkvæmd er s.k. útskröpun (eða útsog) þar sem legið er eiginlega hreinsað að innan. Ef meðgangan er lengra komin þarf oft að framkalla fósturlát, en þá er yfirleytt einhverju efni sprautað inn í legið sem framkallar fæðingu.
Sjálf er ég fylgjandi fóstureyðingum í þeim tilfellum sem aðstæður gefa ástæður til. Einnig er það vitað mál að á meðan fóstureyðingar voru bannaðar með lögum þá fóru fjölmargar stúlkur samt sem áður í ólöglegar fóstureyðingar eða reyndu að fjarlægja fóstrið sjálfar, oft með skelflegum afleiðingum. Því finnst mér betri kostur að hafa þetta undir lækniseftirliti. Ég er þó einnig þeirrar skoðunar að fóstureyðing ætti að vera neyðarúrræði og alls ekki notuð sem einhver getnaðarvörn. Reyndar held ég að flestar þær sem fara í fóstureyðingu reyni eftir fremsta megni að lenda ekki í sömu aðstæðum aftur þar sem fóstureyðing tekur mjög mikið á andlega líðan.
Kveðja,