Ég hef reynt að vakna fyrr á morgana, og berjast við þessa dúra á kvöldin en það virðist engu breyta, ég sofna samt ekkert fyrr :/ ég hef bæði rætt þetta við ljósmóður og lækni og þau segja bara að á meðan ég fái næga hvíld þá sé þetta í góðu lagi, en auðvitað umturna svona svefnvenjur öllu eðlilegu heimilislífi.
Svo finnst mér þessi svefn varla vera nægur, ég er oft mjög þreytt og er mest hrædd um að enda uppgefin og svefnlaus í fæðingu og það er ekki draumastaðan mín.
Hvernig er það, hefur einhver gömul húsráð við þessu og/eða hafa aðrar konur kannski lent í þessu sama ?
Kv. EstHer
p.s ég hef reynt heit böð, volga mjólk, nudd og góða slökun en ekkert virkar.
Kv. EstHer