Unglingar. Skrítið fyrirbæri hugsa margir fullorðnir.

Hvað er unglingur? Ekki fullvaxinn einstaklingur en þó á góðri leið með það, Óharðnaður persónuleiki sem getur auðveldlega orðið fyrir utanaðkomandi aðkasti, eða bara pirruð týpa.

Hvenær byrjar maður að vera unglingur? Ætli maður fari ekki að verða unglingur í augum annara um 13 ára aldurinn, þó manni finnist maður vera orðin/n unglingur miklu fyrr. Og maður er unglingur þar til svona, 18 ára kannski? Sumir fyrr og sumir lengur.

Hvað einkennir unglinga? Unglingar eru jafnan (alls ekki allir) óhressir og pirraðir, á fjölskyldu og foreldrum sérstaklega. Þeir vilja lifa eigin sjálfstæðu lífi og ráða gjörðum sínum og ákvörðunum. Sem þeir fá ekki nærri eins oft og þeir vilja og þá verða þeir enn pirraðari en þeir voru fyrir. Unglingar þurfa líka svefn, og mjög mikið af honum. Unglingar búa yfir þeim eiginlega sem er fullorðnum gleymdur og glataður, að geta sofið frá 11 um kvöldið til 5 á daginn sumir hverjir.

Þegar maður verður unglingur fara vinirnir að skipta mestu máli í lífi manns, maður fer að vera meira úti á kvöldin. Afhverju spyrja margir fullorðnir og jafnvel aðrir unglingar sem eyða tíma sínum í gáfulegri hluti, því jú, hvað er gáfulegt við að hanga á sjoppum frá 20:00 til 23:00? Maður hefur ekki margt upp úr því, nema kannski að peningarnir manns eru horfnir á undarlega stuttum tíma.

Þegar maður verður unglingur skiptir mjög miklu máli að hafa gott samband við foreldra sína. Að geta treyst á þá og sagt þeim ef eitthvað bjátar á. Ef maður getur ekki talað við foreldra sína er maður ekki í of góðum málum. Margir foreldrar eru sagðir ekki treysta börnum sínum, og ég er viss um að, að minnsta kosti helmingur unglinga sem stunda huga finnast foreldrar sínir ekki treysta sér á einhvern hátt, ef nokkurn.
Málið er að unglingar verða líka að geta treyst foreldrum sínum. Það gæti virst erfitt á stundum.

Foreldrar og unglingar verða bara að vera samtaka í ýmsum málefnum, að hafa talað saman og vera sammála. Til dæmis um útivistartíma og fleira. Foreldrar ættu ekki að banna krökkunum sínum gjörsamlega allt, þeir verða að treysta börnunum til að gera það sem þeir segjast ætla að gera.

Oft er sagt að foreldrar verði strangari við börnin sín en foreldrar þeirra voru við þá, vegna þess að þeir komust upp með meira sem þeir eru ef til vill ekki stoltir af og vilja þar af leiðandi ekki að börnin þeirra geri sömu hluti, ef einhver skilur hvað ég er að fara hérna. Málið er, foreldrar, sama hvort ykkur líkar það betur eða verr, þá finnum við unglingar leið til að gera hlutina. Ef þið bannið þetta þá finnum við bara erfiðari leið til að gera sama hlutinn. Við finnum alltaf leið.
Þessu til stuðnings nefni ég að í skólanum mínum voru öll raftæki svo sem símar, iPodar, myndavélar stranglega bannað. Kennararnir reyndu árið áður að banna bara geislaspilara. Þá sögðu krakkarnir “þetta er ekki geislaspilari, heldur iPod!” þá bönnuðu kennarar allt sem spilaði tónlist. Þá brugðu krakkarnir á það ráð að segja “ég geymi ritgerðina mina inni í iPodinum!”
Þannig að já, við finnum alltaf göt á öllu. Ef þið bannið okkur að vera úti á nóttunni stelumst við út. Ef þið bannið okkur að vera niðri í bæ, segjumst við vera annarsstaðar. Ef við megum ekki gista hjá kærasta/kærustu, segjumst við vera að gista hjá vini.
Svo ég bið foreldra líka að vera svolítið lausir á reiðilestrum og skömmum, við unglingar vitum að þið voruð einu sinni unglingar líka, við vitum að þið hafið gengið í gegnum þetta allt, við vitum að þið vitið hvernig okkur líður, við vitum að þið hafið beitt sömu lygum þegar við komum of seint heim, eins og “klukkan stoppaði” eða “úrið mitt er 5 mínútum of seint” En munið, að stundum erum við ekkert að ljúga, stundum erum við að segja satt, úrið er eftir alltsaman bara úr og stoppar. Svo dæmi sé tekið. Svo takið það með fyrirvara ef við segjum ykkur afsakanir.

Traust traust traust, þetta byggist allt á trausti. Með trausti skulu sambönd byggjast.



Ég skrifaði þetta bara uppúr mér, kannski frekar óskiljanlegt á köflum og svona. Afsakið með það. En það vantaði eitthvað ferskt hér svo allt er betra en ekkert.