Af hverju verður sumt fólk svona paranoid ef einhver vogar sér að velta því fyrir sér, hvort ofbeldi í sjónvarpi hafi áhrif á börn?
Ég get nú ekki séð á þessari grein hennar pollyönnu, að hún sé að tala um að BANNA eitthvað, mér sýnist hún nú bara vera að spyrja einfaldrar spurningar, og draga ályktun (rétta eða ranga) útfrá sinni reynslu.
Hefur umhverfi okkar ekki áhrif á okkur? Og er sjónvarp og tölvuleikir ekki hluti af umhverfinu?
Sum börn (og fullorðnir), horfa á sjónvarp og stunda tölvuleiki í einhverja klukkutíma hvern dag (ath! ég sagði SUM ekki öll),væri ekki soldið skrýtið ef þetta hefði engin áhrif ?
Sjónvarpið getur haft áhrif á tískuna, skoðanir okkar, hvað við kaupum í matinn osfr. og afhverju ætti ofbeldi að vera undanþegið?
Hvaða áhrifum þetta ofbeldi getur valdið er spurning…fer eflaust eftir aðstæðum hvers barns. Hjá einhverjum hér að ofan, Gourry minnir mig, varð áhorf á ofbeldismyndir kannski til þess að hann fékk áhuga á bardaga og sjálfsvarnaríþrótum, þannig að hugsanlega hafa áhrif ofbelisins haft jákvæðar afleiðingar ;)En hann segist líka hafa haft góða uppalendur.
Hjá stelpunni sem hendir dóttur pollyönnu í götuna og sparkar í höfuðið á henni virðist eitthvað allt annað vera uppi á teningnum…móðir hennar réttlætir ofbeldisverk hennar!…hmm efast um að sjónvarpsofbeldi hafi góð áhrif á það barn.
En ofbeldi í “barnamenningu” er ekkert nýtt ,fullt af því sögum og ævintýrum fyrri alda.
Og þyrstir okkur, hvort sem við erum börn eða fullorðin kannski í ofbeldi? það er allavega næg eftirsurn eftir þannig afþreyingu…